Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 103
og löngum hefir verið gert, t. d. í Jarðatali Johnsens 1847, Jarðabókinni 1861 og á Uppdrætti íslands, og gerir ráð fyrir, að uppruni nafnsins sé hinn sami á báðum stöðum. Að svo stöddu vil ég ekki fullyrða, að svo sé, en óneitanlega er það nærtækara en gera ráð fyrir óþekktu lýsingarorði og viðurnefni, *víslátr. Höfundur sýnir fram á (bls. 88), að Hestvallavatn muni ekki kennt við neina *Hestvelli, heldur hafi það áður heitið Heststallavatn, sbr. Heststalla Vatzhlijd í skjali frá 1556. En hann segir ekki alla söguna. Á Uppdrætti fslands (Aðalkort bl. 2. Miðvesturland 1:250 000) er vatnið nefnt Hesthallarvatn, og skammt þar frá er fell, sem nefnist Hesthöll. Hvernig stendur á þeim nöfnum? Þar sem rætt er um aldur örnefna á bls. 17, ályktar höfundur m. a., að myllur séu ekki ýkja gamlar í þessari sveit, því að um þær er notað heitið Mylla, en ekki forna myndin mylna. Hvað sem niðurstöð- unni líður, er ályktunin nokkuð djarfleg. Eg sé ekkert því til fyrirstöðu, að yngri orðmyndin hafi getað leyst hina eldri af hólmi bæði sem samnafn og ömefni. Það hefir vakið athygli mína, hve lítið er um sérkennileg örnefni í bókinni. Segja má, að hún staðfesti það, sem áður var raunar vitað, að íslenzk örnefni eru lang- flest kunnuglegar samsetningar. En það má vara sig á þeim einmitt vegna þess. Nafn, sem virðist auðskilið, getur verið afbökun. Og orðmyndunin er ekki alltaf eins ótvíræð og hún kann að virðast í fljótu bragði, og jafnvel þótt hún megi teljast það, liggur ekki ætíð í augum uppi, hver merking nafnsins er eða hvað naln- giftinni veldur. Ótrúlegustu atvik gætu legið að baki og oft vonlaust að finna það, sem höfundur kallar „namnens reala bak- grund“ og hann leitast við að draga fram eftir föngum. Umsagnir um bœkur Örnefnið Réttarmelur er eftirtektarvert og til nokkurrar viðvörunar, þegar ályktan- ir eru dregnar af örnefnum. Á Réttarmel hefir aldrei verið rétt, heldur fékk hann nafn sitt af því, að lengi var talað um að reisa rétt þar. Ymislegt fleira mætti tína til úr þessari bók og um hana, en nú skal staðar numið. Þess má geta að lokum, að 17 myndir prýða bókina, aðallega Ijósmyndir frá ýms- um stöðum á landinu, en einnig teikningar eftir Johannes Larsen. Prentvillur eru ó- þarflega margar og aðallega í sænska text- anum, en meðferðin á íslenzkum nöfnum sýnist mér góð. Aldrei get ég þó fellt mig við, að íslenzkum orðum sé skipt milli lína eftir útlendum reglum, t. d. Háde- gishœð (bls. 19). Skri-ðuhöfuð (bls. 19—- 20) og Melkor-kulaut (bls. 20). Ilvað sem öllum aðfinnslum líður, er framtak prófessors Franzens virðingarvert. Eg vil að endingu þakka honum fyrir að ýta við oss með þessari bók og taka undir þá ósk hans (bls. 11), „að það, sem hér kemur fram, megi fylla skarð í samanburð- arrannsóknum norrænna örnefna og örva íslenzka starfsbræður til eftirbreytni." Baldur Jónsson. [Ritfregn þessi var skrifuð í ársbyrjun 1966 og endanlega frá henni gengið til prentunar í fyrrasumar. Eru lesendur beðn- ir að hafa það í huga. Hún var upphaflega samin til birtingar í 7. árg. íslenzkrar tungu að ósk ritstjórans, prófessors Hreins Benediktssonar. En útgáfan hefir nú dreg- izt hátt á annað ár, og að því er ritstjórinn tjáir mér, er allt í óvissu enn um framtíð ritsins af fjárhagsástæðum. Hefir hann því góðfúslega fallizt á, að ég birti þessi skrif annars staðar, og ritstjórn þessa tímarits vinsamlega við þeim tekið, þótt þau séu orðin á eftir tímanum. — B. /.] 197
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.