Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 12
Tímarit Máls og mertningar þeim síðan aðgang að aukinni vel- gengni. Þegar þannig er í pottinn búið, er engin sérstök dyggð í því fólgin að byrja í fátækt og enda í ríkidæmi. Aðeins þar sem vegurinn til auðs og áhrifa gerir kröfur til manngildis eða leiðir til þess, er unnt að draga álykt- anir um manngildi af valdastöðu manns í þjóðfélaginu. í því kerfi, sem mótast af gerræði að ofan, virð- ist fátækt eða auður í upphafi starfs- ferils einhvers manns skipta minna máli til ákvörðunar á því, hvern mann hann hefur að geyma, þegar áfanga er náð, en til ákvörðunar á því, hverjar séu þær reglur og starfs- aðferðir, sem valdamenn fara eftir og viðhafa, er þeir velja menn til þátttöku í velgengnifélaginu. Allt er þetta á vitorði nægilega margra til þess að kalla fram kald- ranaleg viðhorf meðal almennings varðandi samband verðleika og stöðu, mannkosta og frama. Slíkur skilningur á siðleysi velgengninnar kemur fram í tíðum athugasemdum á borð við: „Þetta er aðeins ein svika- myllan í viðbót“ eða „það er ekki það sem þú getur, sem skiptir máli, heldur hverja þú þekkir“. Verulegur fjöldi fólks viðurkennir nú siðleysi velgengninnar sem staðreynd, er taka beri tillit til. Sumir láta leiðast af skilningi sin- um á þessu siðleysi til fylgispektar við hugmyndakerfi, sem varðar mannleg samskipti í iðnaðarþjóðfé- lagi og akademísk félagsvísindi hafa óbeint sett fram. Aðrir láta sér nægja að leita þeirrar hugfróunar, sem heit- ið er af boðunarbókmenntum and- stöðuleysis og sátta við heiminn, ef rétt er að farið, — leita þeirrar teg- undar sálarfriðar, sem geti komið í stað kappgirninnar í þeirri viðleitni að komast áfram í lífinu. En hvað sem b'ður hinum mismunandi við- hrögðum, sem fylgja auknum skiln- ingi manna á siðleysi velgengninnar, er augljóst, að ímynd hins sjálfhafna manns í bandarísku þjóðlífi hefur mjög misst ljóma sinn og engin önn- ur velgengnimynd hefur komið í hennar stað. Sjálf velgengnihugsjón- in sem bandarískt fyrirbæri fær æ fleiri skuggadrætti eftir því sem tengsl hennar við siðspillingu og sið- leysi verða augljósari. 3 Vantraust á bandarískri valdastétt í siðferðilegum efnum á rót að rekja bæði til þessa siðleysisástands, sem hér hefur verið nefnt siðleysi vel- gengninnar, og óljósrar vitundar fólks um fákunnáttu þeirrar stéttar og skorts á menningarlegum anda. Þeir tímar hafa verið í Bandaríkj- unum, að umsvifamenn á sviðum stjórnmála og fjármála voru einnig vel menntir, valdamenn voru sjálfir margir hverjir menntamenn ellegar 314
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.