Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 92
Tímarit Máls og menningar orð sem góður félagsmaður og ræðu- maður með ágætum. Sj álfum er hon- um enn í minni, hvílíka hrifni vakti skálaræða hans fyrir Matthíasi skáldi Jochumssyni. Ég undirritaður lýsi því yfir með mikilli ánægju, að þar um hefur hann sízt nokkuð of sagt. Eftir 53 ár man ég skýrt, hve við vor- um stoltir frammi fyrir skáldjöfrin- um af því, að fulltrúi okkar skyldi halda honum slíka ræðu. Og tuttugu ára að aldri tekur Stefán sitt gagn- fræðapróf og fær það verkefni til prófritgerðar, hvaða stöðu hann ætli að veija sér í lífinu og hvers vegna. Það var þá, að ég opinberaði ásetn- ing minn með að verða prestur til að hressa upp á andlega innviðu þjóðar minnar. Stefán var ekki svo fjarri því að vera sama sinnis. Hann kaus sér að verða rithöfundur og stefndi með því að sama marki og ég. Og til þess að svo mætti verða um árang- ur ritstarfa hans, ætlar hann að snúa sér að ritgerðarsmíð og blaða- mennsku. Blöðin og tímaritin hafa hlutverki að sinna, sem „er mjög há- leitt og þýðingarmikið“, segir hann. Stefán ætlar að verða sannur rithöf- undur, og sannir rithöfundar „starfa í sannleikans og réttlætisins þjón- ustu“. Hlutverk blaðamannanna og rithöfundanna er að benda á „lestina og meinsemdirnar í þjóðfélaginu, og mega þar ekki hlífast við, þó að ein- hverjum kunni að sárna“, segir Stef- án Jóhann. Bravó fyrir honum. II Framundan mega blasa miklir erf- iðleikar, ef góður námsmaður, sem á svona háar og göfugar áætlanir um lífsstarf, lætur lærdómsgöngu sinni lokið með gagnfræðaprófi, enda lét Stefán Jóhann það ekki um sig spyrj- ast. Hann átti það, sem drýgstur auð- ur hefur reynzt íslenzkum alþýðu- sonum til menningar og frama: góða burði til líkama og sálar og sterkan vilja. Kaupavinna næsta sumar og um haustið til Reykjavíkur í Mennta- skólann. Nú verða tímamót í ævi hans. Námið verður erfiðara en áður, en því er ekki svarað með meiri einbeit- ingu á námsefnið. Lífið hefur svo margt unaðslegt að hjóða og engin ástæða að pína sig með námsleiða. Þá var margt andans manna við nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir lauguðu sál sína í lindum fagurra lista, teyguðu af skálum guðaveiga og einnig annarra veiga, og áttu sam- an ógleymanlegar unaðarstundir. Það er bjart yfir þessum dögum, og vináttan og góðleikinn er hinn sami í allra garð, skólafélaga og kennara. Að hálfri öld liðinni lítur hann með blygðun til þess, er hann tók þátt í ókyrrð og ertni við kennara í sumum kennslustundum. Svona þungt liggur Stefáni það á hjarta að breyta rétt. Á Menntaskólaárunum hneigist hugur hans svo meir og meir inn á brautir þjóðmálanna. Hann telur sig 394
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.