Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 102
Timarit Máls og menningar vakti hún hýstcríu, sem hratt af stað morð- öhlu, sem tók galdraöldunum langt fram um afrakstur. Gyðingahatur er gamalt í Evrópu og Prótókollarnir nægðu til þess að blása það upp í bál, sem er tuttugustu öldinni meiri svívirða, heldur en galdra- bálin 16. og 17. öld. Síðari hýsterían náði þó ekki valdi nema meðal einnar þjóðar, en sú fyrri réð hugum bæði hárra og lágra, menntaðra og ómenntaðra. Galdra- fargið stórmagnaðist við útgáfur rita um „demónólógíu", en sú fræðigrein var mjög stunduð á 16. og 17. öld. Galdrakindurnar voru álitnar vera fimmta herdeild djöfuls- ins á jörðinni og með aðstoð þeirra ætlaði paurinn, eða Antikristur, að ná völdum. Menn trúðu þessari kenningu, klerkar og aðrir lærðir menn útlistuðu hana nánar af miklum lærdómi og þótt leikir gætu ekki alltaf fylgzt með útlistunum þeirra lærðu, þá var þetta þeim staðreynd. Skynsemi þcirra tíma taldi ekkert athugavert við þessa kenningu. Það urðu fáir til þess að neita því, að baráttan við Antikrist væri skynsamleg og sjálfsögð og einn aðalþáttur þeirrar baráttu var baráttan gegn galdra- kindunum, þjónum þess vonda. Lengi vel hefur sú skoðun ríkt, að skynsemin væri óbreytileg, eins allar aldir. Skynsemin hlýt- ur alltaf að vera í tengslum við samfélagið, móta það og mótast af því. Því er „hjátrú“ eins tímabils „skynsemi" annars. Þessi barátta gegn óvininum og fylgjurum hans, galdrakindunum, stóð með ofsa í tvær ald- ir. Prestar hömruðu á hættunni úr stólnum, bækur og bæklingar voru gefnir út, þar sem lýst var aðferðum og háttemi óvina Krists, kirkju og samfélags. Kristnir menn voru hvattir til árvekni og borgaraleg yfir- völd til þess að herða baráttuna. Gefin voru út upplýsingarrit fyrir dómara, þar sem tínt var til allt það nýja, sem menn vissu um aðferðir galdramanna. Nágranna- erjur voru nýttar til hins ýtrasta í barátt- unni, nýjar pyntingaraðferðir voru fundnar upp til þess að nota á fómardýrin og dóm- arar, sem þóttu full mildir, voru ákærðir fyrir að vera fjandmenn kristinna manna. Stundum ætluðu menn, að djöfullinn hefði komið sínum mönnum í dómarasætin. Ótt- inn og skelfingin magnaðist og ekki veitti af, að hver og einn héldi vöku sinni. I upphafi 17. aldar magnaðist hýsterían. Gamlar konur höfðu hingað til helzt orðið fyrir barðinu á þeim, sem unnu að hreins- un illgresisins úr drottins akri, en nú verð- ur fjölbreytnin meiri, dómarar og klerkar eru drifnir á bálið. Fræðirit um galdra og galdramenn flæddu úr prentverkunum og meðal höfundanna voru ýmsir ágætir menn. 17. öldin var einnig vakningatímabil í vís- indum og húmanistískum fræðum, en það verða ekki margir til þess að hamla gegn galdratrúnni, það gat orðið dýrkeypt. Siðaskiptamennirnir voru íhaldsamir í trúmálum, þótt þeir hreinsuðu kirkju sína af ýmisskonar ,,mannasetningum“, þá héldu þeir miðaldaviðmiðun í trúmálum og þrengdu þjóðunum í rétttrúnaðarpressu, sem var töluvert strangari heldur en sú kaþólska. Fagnaðarerindið var boðað af miklum krafti og útmálun helvítis var ekki látin eftir liggja. Siðskiptamenn urðu að vinna almenning á sitt mál með fortöl- um og varð það hlutverk prestanna, þar sem mótmælendatrú var komið á með vald- boði. Stundum var tregða fólks við hinni nýjn boðun talin stafa af pápísku og fór þetta stundum saman. Jón lærði var orð- aður við pápísku og kærður fyrir kukl. Það ber ekki mikið á galdramannaof- sóknum á Norðurlöndum fyrr en eftir sið- skiptin. Þó eru til dæmi um slíkt. íslenzkir annálar geta um systur í Kirkjubæjar- klaustri, sem gaf sig fjandanum með bréfi á 14. öld. En með siðaskiptunum hefst hrinan. Á 16. og 17. öld er tekið að þýða ruikið af þýzkum smáritum á dönsku varð- 404
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.