Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 3

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 29. ÁRG. 1968 2 • HEFTI • OKT. Stiídciitalircyfiiig'iii Stúdcntahreyfingin sem hin allra síðustu ár hefur hlossað upp í liverju landinu af öðru í ýmsuni heimsálfum hefur þegar markað sfn spor í veraldarsögunni og í bókmenntunum. Það hafa þegar verið skrifaðar um hana fjölmargar bækur sem gaman er að kynna sér og hún hefur vakið æ meiri eftirtekt og umræður á opinberum vettvangi, í dagblöðum og tímaritum, og heimspekingar og þjóðfélagsfræðingar leggja sig í framkróka til að reyna að skilgreina hana, upptök hennar eðli og sérkenni. Ber þá fyrst að taka frarn að liún á sér mjög margbreytilegar ástæður eftir aðstæðum í hverju landi, sem einatt verð- ur að taka til greina, en það eru fremur öðru hin sameiginlegu einkenni hennar sem vert er að grafast fyrir um. Það verður hins vegar ekki gert nema varpa ljósi á þau með cinstökum dæmum, því að öðrum kosti er ekki unnt að komast fyrir rætur þessarar hreyfingar eða sýna hvernig hún þróast frá því að vera takmörkuð innan háskólanna, við gagnrýni á kennsluháttum eða skólafyrirkomulagi og mótmæli gegn margskonar þving- unum, og yfir í þjóðfélagslega gagnrýni, flyzt úr skólunum út á götuna, birtist í mót- mælagöngum og uppreisn gegn ríkjandi þjóðfélagsháttum, jafnvel byltingaröldu gegn imperíalisma og auðvaldi og þá ekki sízt síendurteknum mótmælum gegn stríði Banda- ríkjanna í Víetnam. Eitt af einkennum þeirrar stúdentahreyfingar sem nú flæðir um heiminn er að liún sker sig úr þeirri uppreisn æskunnar sem varð eftir heimsstyrjöldina síðari og birzt hefur síðan í ýmsum myndum og er reyndar enn í mörgum löndum, en þó frekar sem skopmynd af sjálfri sér, nema þar sem hún rennur saman við stúdentahreyfinguna. Þar á ég við æskuhópa sem ganga undir ýmsum nöfnum, bítla, hina ensku teddyboys, sænsku raggare, frönsku blousons noirs, vestur-þýzku gammler, amerísku hippys osfrv., flest „táningar“ eða unglingar innan tvítugs sem eru í uppreisnarhug gegn foreldrum sínum og eldri kynslóðinni, leggjast út, mynda sín eigin samfélög, fyrirlíta venjur hinna full- orðnu og gera allt til að hneyksla þá, skera sig úr í háttum og klæðaburði, hætta að þvo sér eða greiða eða klippa hár sitt, og ganga allavega druslulega til fara, eins og allt í mótmæla- og hneykslunarskyni við þá fullorðnu og til að sýna sjálfstæði sitt gagnvart þeim. Fyrir þessari æsku er uppreisnin uppreisnarinnar vegna, einskær mótmæli, er beinist almennt gegn þeim fullorðnu og lýsir sér ekki sízt í fyrirlitningu á þeint sem gamlir eru. Hún ber merki kynslóðaskipta og er að því leyti ekki ný, heldur hefur vcrið frá alda öðli. Engu að síður hefur hún frá því um stríð komið fram í óvenjulega sterkri mynd og afkáralegri og hlotið mikla útbreiðslu sem er til vitnis uin að hún hefur átt 7 TMM 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.