Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 12
Timarit Máls og menningar Þar sem segja má um verkalýðsstétt Bandaríkjanna, að hún hefur að miklum meirihluta samgræðzt kerf- inu og finnur ekki þörf hjá sér til rót- tækrar umbyltingar, þá verður ekki sama sagt enn sem komið er um ev- rópska verkalýðsstétt. 2. Sérréttindamennirnir. Að því er varðar hinn hópinn, sem á vorum dögum hefur snúizt til andófs gegn hinu síðkapítalíska kerfi, þá vildi ég skipta honum í tvo flokka og ræða þá hvorn í sínu lagi. Vér skulum fyrst virða fyrir okkur hina svokölluðu nýju verkalýðsstétt, sem talin er vera skipuð tæknifræðingum, verkfræð- ingum, sérfræðingum, vísindamönn- um o. s. frv. Þessir menn eru starf- andi í hinu efnalega framleiðsluferli — þótt þeir skipi þar sérstakan sess. Vegna mikilvægrar vígstöðu sinnar þar virðist þessi hópur í hlutlægu til- liti vera meginþáttur umhyltandi afls, en í sama mund er hann dekurbarn ríkjandi kerfis og hneigður til holl- ustu við þetta kerfi. Það virðist að minnsta kosti of snemmt að nota hug- takið „ný verkalýðsstétt“. í annan stað er það andófshreyfing stúdenta, sem ég ætla nær eingöngu að ræða — og raunar í víðtækasta skilningi, að meðtöldum hinum upppflosnuðu stúdentum, hinum svokölluðu „drop- outs“. Að svo miklu leyti sem ég get um dæmt, er hér mikilvægur munur á andófshreyfingu stúdenta í Ameríku og í Þýzkalandi. Margir þeirra stúd- enta amerískra, sem taka virkan þátt í andspyrnuhreyfingunni hætta að vera stúdentar og helga andófinu starf sitt, svo að segja má að þeir hafi það að atvinnu. Þar er hætta að vísu á ferðum, en kannski er það líka kost- ur. — Ég mun ræða um stúdentaand- ófið í þremur liðum: í fyrsta lagi verður að spyrja gegn hverjum and- spyrnan beinist, í öðru lagi með hvaða hætti fer hún fram, og í þriðja lagi, hverjar eru horfur andspyrnu- hreyf ingarinnar ? Það er þá fyrst — gegn hverjum beinist andófshreyfingin? Spurningin er ákaflega mikilvæg, því að hér er um að ræða andófshreyfingu gegn lýðræðislegu, lagvirku þjóðfélagi, sem að minnsta kosti þegar að venju lætur beitir ekki ógnarstjórn. Og það er andófshreyfing gegn meirihluta í- búanna, að verkalýðsstéttinni með- talinni — í Bandaríkjunum er okk- ur þetta alveg ljóst. Þetta er andófs- hreyfing gegn áþján, gegn allsráð- andi áþján kerfisins, sem fyrir sakir yfirþyrmandi og eyðandi framleiðslu- orku sinnar niðurlægir allt án afláts miskunnarlaust og breytir í vöru og gerir kaup hennar og sölu að lífsvið- urværi sínu og lífsinntaki, gegn þinu hræsnisfulla siðgæði og „verðmæt- um“ þessa kerfis, andóf gegn ógnar- stjórninni utan ríkisins. Þessi and- ófshreyfing gegn kerfinu sjálfu leys- ist fyrst úr læðingi fyrir atfylgi Mannréttindahreyfingarinnar og því 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.