Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 38
Tímaril Máls og mcnningar ríkja í Bandaríkjunum. Núverandi valdhafar álíta sig með öðrum orð- um hafa frjálsar hendur í Víetnam sakir þess að fyrirrennarar þeirra neituðu að taka afstöðu gegn svert- ingjahalri hvítra manna í Suðurríkj- unum; og þannig leiðir hvað af öðru. A. m. k. hefur kynþáttahatur handa- riskra hermanna í Suður-Víetnam magnazt. Hinir ungu Bandaríkjamenn heita pyndingum, hafa varnarlausar konur að skotmarki í æfingarskyni, sparka í kynfæri særðra Víetnama, skera eyrun af hinum föllnu til minja. Liðsforingjarnir eru jafnvel verri. Herforingi einn raupaði af því við Frakka, sem vitnaði um það fyrir stríðsglæparéttinum, að hann liafi elt Víetkong-menn uppi í þyrlu sinni og skotið þá á rísakrinum. Að sjálf- sögðu voru þetta ekki hermenn úr þjóðfrelsishernum, sem kunna að verjast, heldur bændur við rísyrkju. Þessum ráðvilitu bandarísku her- mönnum hættir til að rugla saman Víetkong-mönnum og Víetnömum og lýsa því jafnan yfir, að „góðir Víet- namar séu aðeins dauðir Víetnamar“. eða öfugt orðað, þótt merkingin hald- ist: „Sérhver dauður Víetnami er Víetkong-maður“. Lítum á eftirfar- andi dæmi: Bændur undirbúa rísupp- skeru fyrir sunnan 17. breiddarbaug. Bandarískum hermönnum skýtur upp, þeir kveikja í kofum bændanna og búast til að flytja þá í herstjórn- arþorp. Bændurnir mótmæla, eina andstaðan sem vopnlausir bændur geta veitt hinum vígalegu aðkomu- mönnum, og segja: „Rísuppskeran verður góð. Við viljum vera hér kyrr- ir og borða rísinn okkar.“ Þetta er allt og sumt, en það nægir til að egna hina unguBandaríkjamenn til reiði: „Víet- kong hefur troðið þessu í hausinn á ykkur, þeir hafa kennt ykkur að veita mótspyrnu“. Þessir hermenn eru svo ruglaðir í ríminu að þeir sjá ofbeldi og undirróður i máttlitlum mótmæl- um sem þeirra eigið ofbeldi hefur vakið. Allt þetta á að líkindum rót sína að rekja til vissra vonbrigða. Þeir komu til að frelsa Víetnam,til að bjarga því undan árás kommúnista, en komast brátt að raun um að þeir eru óvelkomnir. í stað frelsara hreppa þeir hlutverk hernámsliðs. Það rennur upp fyrir þeim Ijós, og þeir skynja nú að þeirra er ekki ósk- að, að í Víetnam geti þeir engu kom- ið til leiðar. En hik þeirra og efi endast skammt, reiðin blossar aftur upp, og þeir segja einfaldlega við sjálfa sig, að sérhver Víetnami sé tortryggilegur af því að hann er Víet- nami. Og hann er vissulega tortryggi- legur frá sjónarmiði nýlendustefn- unnar nýju. Þeir skilja óljóst, að í þjóðfrelsisstríði eru óbreyttir borg- arar einu sjáanlegu óvinirnir. Þeir taka að leggja fæð á þá og kynþátta- hatrið rekur smiðshöggið á. Þeir stóðu í þeirri trú að þeir væru í Víet- nam til að bjarga Víetnömum og 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.