Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 46
Tímarit Máls og menningar um lækningar hans er þessi saga. Einhverju sinni kom Björn Þórðarson, bóndi á Sléttaleiti, með brúna hryssu í lækningu til Björns. Hún var hol- grafin beggja megin herðakambs og allt niður á herðablöð. Björn byrjaði lækninguna á því að sverfa eir niður í sárið, eins og þá var títt, til að hreinsa upp úr því allan dauða. Síðan hóf hann aðal-græðslu- aðgerðina. Hann teymdi merina að hestasteininum á hlaðinu, sté svo upp á steininn og meig i sárið, þar til út af flóði báðumegin. Þessa lækningu endurtók bann dag eftir dag, þangað til hryssan var gróin sára sinna, — og tók enga borgun fyrir. Einnig var Björn oft fenginn til að aflífa stórgripi á bæjunum fyrir sunnan Steinasand. Hann var snar í viðbrögðum og aldrei brast hann kjark né áræði. Steinn afi minn átti hest, sem Hringur var nefndur. Hann var orðinn gam- all og farið fé, þegar hér segir frá. Steinn fékk Björn til að slá af Hring. Þá var sá siður uppi að rota hross með barefli. Steinn hýrgaði Björn á víntári, áður en hann gekk til verka. Síðan er Hringur leiddur inn í kálgarð og bundinn rammlega. Björn þrífur til hamars, sem hann hafði alltaf með sér, þegar rota skyldi dróg, reiðir hann á loft og slær mikið högg í krúnuna á Hring og lætur svo hvert höggið ríða af öðru, þar til komin er skál inn í höfuð skepnunnar. En Hringur sýnir ekkert snið á sér til falls og er orðinn bandóður af skelfingu og kvölum. Þá grípur Steinn fram í: „Þetta er skítt hjá þér, karlinn. Hættu þessu!“ En Björn bregður snart við og þrífur ljá, sem er þar nærri, og sker Hring á háls. Þannig endaði þessi bústólpi þjón- ustu sína hér í heimi. Björn var stundum fenginn til að klappa upp kvarnir og kljúfa grjót. Þessi verk voru honum svo mikið metnaðarmál, að hann tók aldrei gjald fyrir, þótt að honum væri haldið. Þess voru dæmi, meira að segja, að hann borgaði með sér til þess að fá að vinna þau. Hann var mjög velvirkur. Þegar hann klauf grjót, lagði hann mikið kapp á, að steinarnir yrðu sem fegurst kantaðir og færu fallega í hleðslu. Sérstakan hamar bar hann alltaf með sér til þessarar iðju. Þann hamar kallaði hann Fingur. Steinn afi minn var lengi formaður fyrir Sunnsendingaskipinu. Hann skip- aði Björn kollubandsmann, og því embætti hélt hann alla tíð síðan, meðan hann fór á sjó. Starfi kollubandsmannsins var að hlaupa upp með kollubandið, um leið og skipið hjó í sand í lendingu, og að halda bandinu stríðu til þess að út- sogin tækju það ekki, áður en áhöfnin kæmi sér upp úr því. Ennfremur 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.