Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar „Ætlarðu að sýna honum allt safnið, Pjotr Petrovítsj?“ spurði hún og leit á mig með glettnislegu brosi. „Já, strax og við erum búnir að drekka te.“ „Þá ætla ég að skreppa inn í bæinn á meðan, ég þarf að kaupa köku hjá Kirsjheim og ýmislegt annað.“ „Gerðu eins og þú vilt.“ Hún færði okkur te og sítrónur og setti fat með Vínarköku fyrir framan mig. „Það er bezt fyrir þig að horða duglega, þér mun ekki veita af að styrkja þig“ Þegar við höfðum drukkið teið kveikti Tsjerpúnov sér í sígarettu, hann lét öskuna í skel með sólskinslitum hörmum, tvær slíkar skeljar voru á borðinu. „Þær eru frá Nýju-Gíneu,“ sagði hann. „Jæja, verið þið sælir,“ sagði stúlkan hárri röddu, stóð upp frá borðinu og fór út úr stofunni. „Jæja þá,“ sagði Tsjerpúnov og horfði á eftir henni. Síðan henti hann á andlitsmynd, sem hékk á veggnum, af skinhoruðum og skeggjuðum manni. „Veiztu hver þetta er? Hann var mikill rússi, Miklúkó Maklaí. Hann var landkönnuður og húmanisti. Eg býst ekki við, að þú skiljir hvað húmanisti er, en það gerir ekkert til, þú skilur það seinna. Hann var mikill lærdóms- maður og hann trúði því, að menn væru góðir í eðli sínu. Hann dvaldist lengi með mannætum í Nýju Gíneu, vopnlaus og veikur af hitabeltissjúk- dómi. Samt tókst honum að láta margt gott af sér leiða hjá villimönnunum. Hann sýndi þeim svo mikla þolinmæði og gæzku, að þegar korvettan Smar- agðurinn kom loksins til að sækja hann og fara með hann aftur til Rúss- lands þyrptust villimennirnir um hann veinandi og vildu ekki að hann færi frá þeim. „Maklaí, Maklaí,“ hrópuðu þeir á eftir honum, „komdu aftur.“ Þú skalt jafnan minnast þess, að það er hægt að sigra allt með hinu góða. Stúlkan kom aftur og stóð í dyrunum. Hún hafði lítinn, svartan hatt á höfði og var að draga á sig vinstri hanzkann. „Hvað er annars skáldskapur?“ spurði Tsjerpúnov allt í einu. „Nei, ég býst ekki við að þú getir svarað því, það er að minnsta kosti ekki hægt að skýrgreina hann, en líttu á þessa skel, hún er frá eyju Maklaís. Ef þú horfir nógu lengi á hana verður þér skyndilega ljóst, að einhvern löngu liðinn morgun féll sólskinið þannig á hana að það hverfur aldrei af henni aftur.“ Stúlkan settist og fór að taka af sér hanzkann. Ég starði á skelina. Mér 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.