Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 58
Tímarit Máls og menningar „Já, ég er orðinn of gamall til að reika um veröldina, ég vinn nú verk mitt innan dyra.“ Hann kinkaði kolli til bókaskápanna og kólíbrífuglanna. „Hafið þér ferðazt mikið?“ spurði ég feiminn. „Álíka mikið og Míklúkó Maklaí.“ Eg var að troða mér í frakkaermina þegar stúlkan kom fram í forstofuna. Hún var komin í stuttan, þröngan jakka og var með hatt og hanzka. Stutt, svört blæja yfir augum hennar gerði það að verkum, að þau sýndust blá. Við urðum samferða, Tsjerpúnov horfði á eftir okkur úr dyrunum. „Farðu varlega, Masja, mundu mig um það,“ kallaði hann á eftir henni, „og vertu ekki lengi í burtu.“ „Allt í lagi,“ sagði hún án þess að snúa sér við. Við gengum fram hjá Nikulásarvirkinu með bronsljónunum yfir hliðinu, fórum gegnum Marinskí-trjágarðinn, þar sem ég forðum hafði hitt liðs- foringjaefnið. Stúlkan þagði og ég líka, ég kveið fyrir því að hún færi að tala við mig. „Hvað þótti þér skemmtilegast að sjá?“ spurði hún loksins. „Fiðrildið,“ sagði ég eftir dálitla umhugsun, „mér þótti bara miður, að það skyldi vera þarna.“ „Nú, hvers vegna?“ „Af því að það er svo fallegt en varla nokkur maður fær að sjá það.“ Hún staðnæmdist fyrir framan Kirsjheim og spurði mig hvort ég mætti fara inn í kökubúð og fá mér kókó og kökur. Ég vissi það ekki, en mundi, að ég hafði einu sinni farið með mömmu og Gölju einmitt inn í búð Kirsj- heims og drukkið þar kókó, svo að ég svaraði að mér væri það leyfilegt. „Komdu þá.“ Við settumst við borð innst í búðinni, stúlkan færði til blómavasa og bað um tvo bolla af kókó og ávaxtatertu. „í hvaða bekk ert þú í skólanum?“ „Öðrum bekk.“ „Og hvað ertu gamall?“ „Tólf ára.“ „Ég er tuttugu og átta. Fyrst þú ert tólf ára, þá trúir þú auðvitað öllu.“ „Við hvað eigið þér?“ „Býrðu þér til leiki og segirðu sjálfum þér sögur.“ „Það gerir Pjotr Petrovítsj líka. Ég geri það ekki, því miður, ég vildi óska að þú vildir hafa mig í þínum sögum og við gætum leikið okkur saman.“ 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.