Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 62
Tímarit Máls og m enningar einræmislegum tón. Eftir tvær eða þrjár mínútur var hann sofnaður og við skemmtum okkur á ýmsan hátt, en gættum þess að vekja hann ekki. Dreng- irnir á öftustu bekkjunum léku: „Nágranni minn, betlarinn“ og steiktu ör- smáa fiska yfir eldspýtuloga. Á fremsta bekknum lásu drengirnir sögurnar af bandaríska leynilögreglumanninum, Nick Carter. Tveimur mínútum áður en hringt var og frímínúturnar byrjuðu létum við bækur detta í gólfið eða við hnerruðum allir í einu. En nú var Tregubov kominn, eins og hefnigjarn drottinn herskaranna, og hann líktist meira að segja myndinni af drottni herskaranna sem var i dómkirkjunni — stór og digur með mikið skegg og loðnar augabrúnir. Það voru ekki aðeins lærisveinarnir sem voru hræddir við Tregubov, kennararnir voru það ekki síður. Hann var ákafur keisarasinni, átti sæti í ríkisráðinu og ofsótti alla fríhyggjumenn. Hann var jafn að virðingu og erkibiskupinn í Kænugarði og hann gerði auma sveitapresta, sem voru sendir á hans fund til að fá ráðningu fyrir afglöp, mállausa af ótta. Hann hafði unun af því að taka þátt í opinberum umræðum um trúarlega heimspeki, sem mjög var í tízku um þetta leyti, og kom á þessa umræðufundi ilmandi af Kölnarvatni og talaði af mikilli mælsku, rólega og smeðjulega. Við hötuðum hann ekki siður en hann hataði okkur, en við lærðum það sem hann kenndi og gleymdum því aldrei. Við fundum upp alls konar viðbárur til þess að þurfa ekki að sækja kennslustundir hans. Tryggasta hæli okkar á flótta undan honum var kennslu- stofan þar sem kennd var rómversk-katólsk guðfræði, þar vorum við óhultir. Þetta var yfirráðasvæði rómversk-katólsku kirkjunnar og páfans í Róma- borg, Leós XIII. Vald Tregubovs náði ekki inn fyrir þröskuld þessarar rykugu kennslustofu, þar var það faðir Olendskí sem ráðin hafði. Hann var hár og þrekinn með svart talnaband um úlnliðinn. Hann brást alltaf vel við því þegar rétttrúaðir flóttamenn birtust í dyrum hans. „Ertu að skrópa?“ spurði hann alvarlega. „Nei, faðir, mig langaði bara til að hlusta um stund á kennslu yðar.“ „Jæja, langaði þig til þess?“ faðir Olendskí hristist af hlátri, „komdu hingað.“ Drengurinn kom til Olendskís sem gaf honum löðrung — það var synda- kvittunin. „Seztu þarna út í hornið, bak við Korzjevskí," (Korzjevskí var mjög fyrirferðarmikill pólverji) „svo að þú sjáist ekki utan af ganginum og farið verði með þig í loga helvítis. Sittu kyrr og lestu þetta dagblað." 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.