Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 65
Tvcir kaflar úr sjálfsœvisögu ofseint í hug, að rottan hefði ekki af sj álfsdáðum farið inn í kennslustofuna. Seinna rannsakaði hann málið og yfirheyrði piltana, en það bar engan ár- angur. Allur skólinn var í sigurvímu. „Hælizt ekki um veikleika annarra,“ sagði Bodjanski, „lítið ykkur nær, herrar mínir, ég kynni að finna upp á því að athuga nánar framferði ykkar, sem slítið skólamerkið úr húfum ykkar, það gæti farið svo, að þið fengjuð engan miðdegisverð.“ Það var ekki fyrr en seinasta veturinn minn í skóla að okkur tóksl að losna við Tregubov. Ég var þá einn míns liðs og leigði mér herbergi hjá liðsforingja sem bjó með móður sinni sem var vingjarnleg og fámálug kona, Panna Kozlovskaja að nafni. Haustið 1910 var dapurt og kalt. Himinninn var hlýgrár, ísing á trjánum og frosin laufin skröltu á greinunum. Á slíkum dögum þjáðist ég oft af höfuð- verk og í stað þess að fara í skólann hélt ég kyrru fyrir heima, lá í rúminu og vafði sjali um höfuðið. Ég reyndi að halda niðri í mér hljóðunum til þess að gera ekki húsmóður mína skelkaða. Smám saman minnkuðu kvalirnar. Ég fór þó ekki á fætur en tók að lesa í bók sem ég hafði fengið í „Bókasafni almennings". Eldurinn snarkaði í ofninum og kyrrð ríkti í litlu íbúðinni. Við og við fuku snjókorn fyrir gluggann. Þegar mér var batnaður höfuðverkurinn var ég óvenjulega hress og gladdist af öllu sem ég sá: ljósgráum litnum á liimninum, lyktinni af brenninu og snjónum á glugganum. Það var á einum slíkum degi að bréfberinn hringdi dyrabjöliunni og Panna Kozlovskaja opnaði fyrir honum, svo kom hún þjótandi inn í herbergi mitt með dagblað í hendinni. „Kostik,“ hrópaði hún, „Tolstoj greifi hefur orðið fyrir óhappi ...“ Ég spratt á fætur, þreif af henni dagblaðið og las fyrstu fréttirnar af flótta Tolstojs og veikindum. Ég klæddi mig og fór út. Mér fannst allt hlyti að gerbreytast í borginni þegar þessi sorgartíðindi yrðu kunn. En allt var með sama laginu. Kerrur, hlaðnar brenni, skröngluðust eftir götunum og það hringlaði eins og vant var í bjöllum á strætisvögnum, sein hestum var beitt fyrir og börn voru á göngu með kennslukonum sínum. Ég fór í skólann — ég gat ekki stillt mig um það. Öll borð voru þakin dagblöðum. Súbok, latínukennarinn okkar, kom ofseint í fyrsta skipti á 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.