Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 96
Timarit Máls og mcn ningar orðið um það að ræða að snúa heiin aftur. Gorkí, sem var berklaveikur sem fyrr segir, settist að á Italíu, á eynni Capri. Ekki leið á löngu þar lil Capri var með nokkrum hætli orðin rússnesk- ur helgistaður. Þangað fóru pílagrim- ar í stríðum straumum, menntamenn rússneskir, stjórnmálamenn og al- þýðufólk. Þangað sendu menn ótal bréf og fyrirspurnir, ekki sízt fólk frá baksviði lífsins sem vildi fylgja fordæmi Gorkís og skrifa saman bæk- ur. Til Capri sendu lögreglumenn og hórur, bændur og járnsmiðir, stúd- entar og vinnukonur Ijóð sín og sög- ur, klaufaleg, barnaleg, einlæg eða sjálfbirgingsleg. Og öll þessi handrit, sem skiptu hundruðum, las Gorkí með athygli, skrifaði höfundum, leið- beindi þeim, sendi þeim bækur. Þarna var að hefjast einn þáttur þess upp- eldisstarfs á sviði menningar sem síðar varð ótrúlega umfangsmikið í lífi Gorkís. Jafnframl þessu skrifaði Gorkí mikið, bæði leikrit og skáldsögur. Sem fyrr segir hafði hann fyrstur komið með róttæka verkamenn inn á svið bókmenntanna, við þá batt hann vonir sínar um að heiminum vrði breytt, um fegurra mannlíf. í þess- um verkum eru hinar nýju jákvæðu hetju Gorkís að vísu mættar, en þær eru sjaldan í þungamiðju eins og í Móðurinni. Miklu ítarlegri er lýsing Gorkís á andstæðingum þessara bylt- ingarmanna í verkalýðsstélt •—- á kaupsýslumönnum, iðj uhöldum og þeirra skylduliði. Þar dregur liann upp mikinn sæg af litríkum persón- um, ofsafengnum í fésýslu, harð- stjórum á heimili og stjórnpalli, full- komlega ófyrirleitnum í umgengni við réttvísi og mannúð. Um leið túlk- ar hann grimman lífsþorsta og rúblu- þorsta þessa heims sem stutt gaman skemmtilegt — þetta er fólk sem rambar á barmi stórslysa og hruns fjárhagslegs og siðferðilegs — fáir hafa af slikri kunnáttu sem Gorkí lýst hnignun og uppdráttarsýki voldugra fjölskyldna. Ég hef tvívegis getið um leit Gor- kís að hinni jákvæðu persónu •— meðal berfætlinga og róttækra verka- manna. Þetta er ekki að ástæðulausu. Sköpun persóna, sem væru einskonar holdtekning ágætra hugsjóna hvers tíma, var alla nítjándu öldina mikið viðfangsefni í rússneskum bókmennt- um og gagnrýni. Þetta var ekki nema eðlilegt — vegna pólitísks ófrelsis fluttust flestöll meiriháttar deilumál yfir á svið bókmenntanna í Rúss- landi. Rússneskir rithöfundar ætluðu verkum sínum mikinn hlut flestir, og það er því ekki undarlegt þótt þeir umfram aðra reyndu að snn'ða per- sónur, sem væru nýtilegir fulltrúar þess sannleika sem þeir vildu boða. Dostoéfskí var einn þeirra, hann reyndi að skapa sem fullkomnasta og kristilegasta menn í Miskjín greifa í ■s 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.