Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar ])á lieftir liöfiindur látiS mikið efni ganga sér úr greipum, þar sem eru allir þeir fjöl- breytilegu komplexar, sem af því hefðu sprottið sem illgresi vítt og breitt urn akur þjóðiífsins. Þá veit maður ekkert um hegn- ingarákvæði þeim til handa, sem brotlegir gerast. Það gengi ekki aðeins kraftaverki næst, heldur væri það í sjálfu sér hið ein- stæðasta kraftaverk, ef brot gegn lögunum yrðu ekki dögurn fleiri ár um kring, beggja megin hjónabandsvéanna. Það mætti búast við allt að helmingi allra hjóna, sem væru leyfislaus á hverjum tíma, og svo er allt unga og ógifta fólkið. Þá er ósvarað þeirri miklu spurningu, sem sagan réttir beint upp í hendurnar á manni: Hvað verður um þau blessuð börn, sem getin eru með leyfi, en fæðast í þennan heim leyfislaust? l>að hefði verið ástæða til að birta manni lagaákvæði hér að lútandi. Sagan gefur það ótvírætt í skyn. að um leið og leyfið er burt kallað, þá er meint fóstur orðið ólöglegt. En hvernig verður þá farið með þetta meinta fóstur? Vofir yfir því eyðing samkvæmt einhverju ótvíræðu lagaákvæði? Eða verður leyfislaus faðir sóttur til saka, og hvers konar refsing er honum þá búin? Höfundur virðist ekki gera sér það ljóst, að meginuppistaða sögunnar gerir kröfu til þess, að þetta liggi ljóst fyrir. Niðja- leyfi er ekki orðið söguefni, fyrr en höf- nndur hefur greitt úr þessu hið innra með sjálfum sér. Sagan er vel sögð, stíllinn er ekki svip- mikill, en léttur, samtöl lifandi og e'ðlileg, málfar látlaust og hreint. Þó get ég ekki stillt mig tim að geta þess, að alltaf þykja mér það nokkur Ivti, þegar farið er að stafsetja einstök orð eftir framburði ein- stakra manna eða taka upp málvillur, sem maður heyrir Pétur eða Pál taka sér í mnnn, svo sem: „einhvurt apparat", „hvur- in ósköp“, „hvunar verður hann við“, að því ógleymdn, þegar skrifað er „vittlaust“, þó að hver maður segi svo. Þá mætti með sama rétti búast við að sjá „fittl“ og „kittl“ að „littlum" tíma liðnum. En kann- ski er þetta bara prentvilla. Það hefur töluvert borið á svona afkáraskap hjá ung- um rithöfundum á Islandi nú í seinni tíð, og valda þar sjálfsagt miklu áhrif frá Nóbelskáldinu okkar. En það teldi ég vel farið, ef ungu höfundarnir tækju Halldór Laxness sér meira til fyrirmyndar á ein- hverju öðru sviði. Persónur sögunnar eru sumar mjög svo skýrar, og ber þar einkum til að nefna liinn niðjaþyrsta bankagjaldkera og vin lians Magnús braskara. Móðir bins þráða niðja er þoktikenndari, og finnst manni, að hún hefði þurft að vera skýrari og koma meira við sögu. Atburðalýsingar ern líka Ijósar og lifandi, ekki sízt samkund- urnar í biðstofum opinberra stofnana. Ef Njörður temdi sér að grunda betur efni sitt en hann hefur gert f þessari sögu, þá ætti hann einhvern tíma síðar meir að geta sent frá sér góða skáldsögu. III. Hin sagan sem ég ætla að geta um í þessum pistlum, er Islandsvísa eftir Ingi- mar Erlend Sigurðsson. Árið 1965 sendi hann frá sér söguna Borgarlíf, og vakti hún mikla athygli, hennar var víða getið og sýndist ekki öllum eitt um ágæti henn- ar, enda er hún beiskt ádeilurit, og þótti sumum sem dýpra og þjösnalegar væri rist í kýlin en vel færi í skáldverki. Is- landsvísa hefur ekki orðið eins mikið um- ræðuefni á opinberum vettvangi, en ég hygg, að undir niðri hafi hún vakið meiri athygli sem góður og fagur skáldskapur. Viðfangsefni Ingimars í Íslandsvísu eru viðskipti íslenzku þjóðarinnar við ásælni erlendrar undirokunar með auðmagnið í broddi fylkingar. Honum fer eins og Nirði, að hann hverfur með viðfangsefni sitt af 198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.