Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 15
Ur Poema del cante jondo og Diván del Tamarit vil ég freista þess að gera grein fyrir þeim bókum, sem þýtt er úr, „Poema del cante jondo“ og „Diván del Tamarit". Hin fyrmefnda er frá tuttugasta og þriðja aldursári Lorca, önnur ljóðabók hans. Hin síðarnefnda kom út 1W0, fjórum áram eftir að hann var myrtur. Að þeirri bók vann Lorca 1936, en nokkur ljóðanna höfðu áður birzt í tímaritum og eitt í ljóðabókinni „Primeras canciones" 1922. Það er í „Diván del Tamarit" breytt að nokkru. „Poema del cante jondo“ mætti kalla þjóSvísur jrá Andalúcíu, en söngur úr djúpi sejans liggur nær merkingu orðanna. „Cante jondo“ er tónlist, sem hefur lifað á Suður- Spáni um margar aldir. Hún er af austurlenzkum toga, skyld þeirri indversku. Lögin og vísurnar, frumstæðir söngvar, minna á raddir náttúrunnar. Tiltölulega nýlegt afbrigði „cante jondo" heitir „flamenco", en það orð hefur víðtækari merkingu: hljóðfæraleikur, söngur, dans, hugblær og fleira. — En hið þjóðlega er, hér og í fleiri verkum García Lorca, fyrst og fremst aflgjafi. — I þessari bók er 51 ljóð, flest stutt, og tveir leik- þættir, og þar, eins og í fleiri bókum skáldsins, koma sömu yrkisefnin fram í mörgum Ijóðum, í þrotlausum margbreytileik. Þetta sannast einnig í „Diván del Tamarit“, hlið- stæð yrkisefni leiða til sömu niðurstöðu, en ljóðið sjálft er ávallt nýtt og ferskt. I „Diván del Tamarit“ (Diván: ljóðabók, ljóðasafn — Tamarit, svo heitir skrúð- garður í Granada) eru mörg kvæði svo að segja skilin frá stað og tíma, en vettvangur „Cante jondo“ er Andalúcía. Mér er því ljóst, að æskilegt hefði verið að sýna heillega mynd af þessari bók, sem er eins og lykill að sál „eigrandi þjóðar", tataranna. í „Romancero gitano“, rómönsum er fjalla um tatara, hefur Lorca gert flökkufólkinu enn stórbrotnari skil. Þar er hvert „ljóð“ saga, eins og ráða má af bókarheiti. Lorca skipti ljóðum í „Diván del Tamarit" í gacelur og casídur, og tel ég ekki á mínu færi að þýða þau orð eða setja önnur jafngild í staðinn. Gacela (antílópa) er arabiskt orð að uppruna (gazala), einskonar heiti í arabiskum og spænskum skáldskap — mansöngvum. Notkun þess felur í sér, að konunni er eignuð fegurð og þokki gasellunnar, Ijóðið skal endurspegla þá kosti, en Lorca hefur það jafnframt, þegar hann yrkir um börn. — Þetta leiðir hugann að ákveðnum orðum, þó hef ég ekki fengið mig til að nefna hind eða bæta aftan við slíkt orð í heitum kvæðanna. — Orðið casida er úr ara- bisku og persnesku skáldamáli (qasida). Yrkisefni er ekki afmarkað og viðhlítandi þýð- ing kemur þar enn síður til greina. Casídan hefur þó frá forau fari ákveðin sérkenni, sem haldast nær óbreytt hjá Lorca. Þau eru inngangur, lýsing og niSurstaða, þar sem vikið er að þeim eða því, sem fyrstu hendingamar fjalla um, oft með svipuðum orðum. Fjórða og sfðasta vísuorð casídunnar er í mörgum tilfellum það sama, en bragarhættir ýmsir. Áður var nefnt, að ljóð úr „Primeras canciones" birtist á ný í „Diván del Tamarit". I fyrri bókinni heitir það „Canción" eða söngur, en síðar „Casida de las palomas oscuras": Casída af hinum blökku dúfum. Þá er vitað, að gacelan, sem ég bef kallað „Söng um dul dauðans“, var upphaflega nefnd casída, þar sem hún birtist í spænsku tímariti um bókmenntir, og fleiri breytingar á nöfnum hafa átt sér stað. Sænska skáldið Artur Lundkvist nefnir gacelur og casídur „söngva" í þýðingu, sennilega með tilliti til þess, sem fyrr segir, og hef ég leyft mér að fara að dæmi hans. Þeir sem til þekkja, munu veita því athygli, að „Gacela de la huida“ er hér nefnt „Söngur um ljósan dauða“, en ekki Söngur um flóttann. Kvæðið hét upphaflega „Casida 221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.