Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar Hér er svo dæmi um gagnólíkt form: „Opið“ (E1 grito), sem byrjar svona: La elipse de un grito, va de monte a monte. Desde los olivos será un arco iris negro sobre la noche azul. Til skýringar má taka fram, að áherzla orðsins „azul“ er á síðara atkvæði: a-zul, og á þeim slóðum, þar sem García Lorca er borinn og bamfæddur, er z-an ekki borin fram líkt og ísl. þ, eins og tíðkast í kastilíönsku, heldur sem s. Mismunur á framburði spænsk- unnar, sem hér er kennd, og þeirrar sem er töluð í Andalúcíu, er talsverður, og skiptir miklu við lestur kvæðanna. Lorca orti einnig kvæði með því, sem Islendingar mundu kalla „fullgilt“ rím, það eru einkum sonnettur, og hálfrím er líka til hjá honum. En í mörgum þeim stórbrotnu kvæðum, sem hann orti síðustu ár ævinnar, er hverskonar rím svo að segja horfið. í „Diván del Tamarit" er þó aftur horfið að því að ríma, en þar gætir mikillar fjöl- breytni. T. d. má í „Söngnum um dul dauðans" finna einskonar hálfrím í fyrsta erind- inu, öðru og því síðasta, óvenjulegt afbrigði sérhljóðaríms í þriðja erindi, fjórða rím- laust. „Söngur um ljósan dauða" er órímað ljóð, en formið helgast, þar sem víða annars staðar, að nokkru af endurtekningum. — „Söngur um konu á beði“, þar koma fram hálfrímsmyndir í öðru og síðasta erindi, fyrsta og þriðja erindi hafa aðra, flóknari bygg- ingu. Mér skilst, að þýðendur hafi tekið nokkuð ólíka afstöðu til sérhljóðarímsins, t. d. lætur þýzki þýðandinn Enrique Beck þess getið í eftirmála að „Zigeuner-romanzen", að hann hafi, eins og fleiri, gert „eine assonierte Fassung“ af „Romancero gitano“, en talið sig litlu bættari, og ákvað að þýða verkið á ný, án ríms. — Ég hef reynt að styðjast að mestu við stuðla, án þess að binda mig við reglur, meira að segja leyft mér að sleppa stuðlum. Þess er að vænta, að menn greini á um slíka að- ferð, en það er trú mín, að stöðug eftirsókn eftir rími og stuðlum við þýðingar þessara —• einnig hvað formið snertir — margbreytilegu, oft nýstárlegu Ijóða, orki tvímælis, — og betur mundi hæfa, að nota hin gömlu hjálpartæki af hófsemd, en láta þau ekki fyrir róða. Ég vil að lokum taka fram, að þýðingin er gerð eftir heildarútgáfu forlagsins Aguilar í Madrid, „Federico García Lorca, Obras completas". Ég hef notfært mér krónólógíu hennar sem heimild í þessari samantekt. Síðast en ekki sízt, vil ég þakka Spánverjanum, málaranum Baltasar Samper, sem nú er íslendingur, fyrir ómetanlega aðstoð. Baldur Oskarsson. 224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.