Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 31
hjálpa sér um fiskæti á tvo hesta, en Siguröur sendi hann út í Vestmanna- eyjar, „sagðist ei geta af sjálfs efn- um“. Og annað skipti lá leið hans um Flj ótshlíð austur í Reynishverfi að sækja þangað gjöld. Fyrsta árið á Reynistað fór hann í fuglveiði á skip klausturhaldarans í Drangey og „þá er þeirri vertíð linnti, gaf eg mig í lestaferð austur á land að kaupa fisk fyrir móður mína og aðra“, og aftur næsta sumar og eins síðasta árið sem hann var á Reynistað, 1754. „Voru þá harðindi dottin á í Norð- urlandi, að eg hlaut nú að kaupa hæði kýr og hesta“. A ferðum þess- um vandist hann volkinu, lenti í mörgum hrakningum, kynntist fólki syðra og háttum þess. Þá höfðu líka atvik gerzt í lífi Jóns er losuðu um bönd hans í átthögunum og ýttu und- ir þau hjónin að hverfa burt úr Skagafirði. Dauða Jóns Vigfússonar hafði borið að með sviplegum hætti. Hann fannst eftir nætursvall örendur í rúmi sínu og rógtungur báru það út að Jón Steingrímsson væri við at- burði riðinn, og átti sá draugur eftir að verða vakinn upp síðar á ævi Jóns. Þá voru aðrir sem öfunduðust yfir að hann fékk ekkju klaustur- haldara, og má segja að þeim hjón- um hafi ekki verið meira en svo vært í Skagafirði. Enn var það að stjúp- hörn Jóns áttu jarðir í Mýrdal, Reyni og Dyrhóla, sem lítil gjöld komu eftir nema eigendur væru nær. Hetjusaga frá átjándu öld En þetta eru aðeins hin ytri til- drög. Hinar raunverulegu orsakir liggja dýpra, í hallærunum sem yfir dundu nyrðra, í sjálfri örlagasögu aldarinnar. Og verður ekki slegið á frest að skyggnast um aldarfarið og horfa í landsins myrku djúp. Við erum stödd á miðri 18. öld. Þetta er fimmta öldin sem íslending- ar húa undir erlendri stjórn, rétt- trúnaður lúterskunnar er smoginn þeim í merg og bein, einokunin hef- ur staðið hálfa aðra öld, einveldið hefur drottnað í heila öld, menn hafa eftir allan þennan tíma beygt sig loks að fullu og öllu undir sameinað vald kóngs og kirkju, fjötrarnir hafa lagzt með fullum þunga að þjóðar- líkamanum, svo að hann fær sig ekki hrært. Hörmangarafélagið, illræmd- asta einokunin, stendur í blóma sín- um, neyðin herjar landið, verzlunar- hættirnir hindra alla bjargræðisvegi, ekkert má út af bregða í árferði að fólkið ekki svelti og hrynji niður, en sömu ár og þúsundir deyja úr sulti er flutt meira af matvælum út úr landinu en til landsins. Hver plág- an dynur yfir þjóðina af annarri, og því skæðari sem lengra líður á öld- ina og lengra líður á ævi Jóns Stein- grímssonar. íbúatala íslands kemst lægst á þessari öld, þrisvar sinnum niður úr 40 þúsundum. Þegar mann- talið var tekið 1703 var mannfjöldi á öllu landinu 50.444, og samkvæmt 237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.