Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar athugun Skúla Magnússonar á mann- tali þessu var þá rúmlega áttundi hver maður hreppsþjarfi eða flæk- ingur. Þetta var arfur 17. aldar og var varla að búast við að þjóð sem svo var komin þyldi stór áföll. En aldrei urðu þau þyngri né fleiri en á 18. öld og því þyngri sem leið fram yfir hana miðja. Árið 1751 ollu harð- indi mestu tjóni í Norður-Múlasýslu, og prestar sem aðrir lentu á vergang. Á árunum 1756 og 1757 gekk mann- fallið mest yfir Norðurland, einmitt þegar Jón Steingrímsson hrekst burtu úr Skagafirði. Þorkell Jóhannesson segir um þennan mannfelli í íslands- sögu sinni að seint verði „með orð- um lýst þrautum og þjáningum, ógn og dauðans kvíða, sem yfir þyrmdi þessi ár, er kvöldu lífið úr 15—20 mönnum af hverju hundraði". En það átti eftir að sverfa harðar að. Þannig grípur hallærið nyrðra inn í ævisögu Jóns Steingrímssonar. Eru það ekki þessir þungu straumar sem djúpt undir niðri bera hann burt úr átthögunum, hverjar ástæður aðrar sem verða greindar? Verður manni ekki því ljósara sem lengra líður á ævisögu hans að það er undan þess- um aldarörlögum sem hann er að flýja, að undan dómi þeirra er hann að reyna að skjóta sér? Jón Steingrímsson er 28 ára þegar hann flyzt austur í Mýrdal, og líður langur kafli í ævi hans án stórtíð- inda eða vitnisburðar um að skapa- nornirnar ætli honum stærri hlut en öðrum, og hann virðist hafa hrakið af höndum sér ófreskju aldarinnar. Hann er fullur af lífsþrótti og sæmi- lega efnum búinn og gerist kapps- fullur hóndi er brýzt áfram af harð- fengi og kemst í álnir. Hann er fyrstu árin á Hellum og „fljótt yfir að fara, blessaði guð mig svo á þeirri jörð í 5 ár, að eg skildi þar eftir, þá eg burt fór, 4 kúgildi, en rak í burtu 6 kýr, 1 hndr og 5 af sauðfé ... Eg keypti að og byggði þar 6 skipparta og bát, fyrir utan einn hálfan hlut — og svo selabát, hvern eg brúkaði til fuglveiðar. Var hann þar raunar mín þarfasta eign“. Hjá Einari umboðs- manni á Hellum lærði hann „for- mennsku og alla háttsemi við sjó. Var hann bæði upp á veður, brim og lendingar einn sá skýrasti og var- eygðarsamasti maður, sem þá var til“. Jón var þannig allur í veraldar- vafstri og afhuga prestskap en tók að sér nauðugur er annar missti hemp- una að gerast prestur yfir Ut-Mýr- dalnum og var vígður í Skálholti 1760 af Finni biskupi, og var síðan prestur á Felli í 17 ár. í prestskapn- um átti hann mótdrægt og í erjum við sóknarbörnin og síðast í þrasi og málaferlum út af jarðartolli, og „því setti ég mér fast í hug að komast þaðan í burtu, meðan næði og frið- arstund væri til“. En þeim mun bet- 238
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.