Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 94
Njörður P. Njarðvík Svipazt 11111 eftir Ben Bella í fyrrasumar tókst ég á hendur tvær reisur yfir nærfellt þvert Miðjarðarhaf til að svipazt um eftir Ben Bella. Einhverjum kann að þykja óþarflega miklu til kostað, en mér þótti hann alltaf bjóða af sér góðan þokka, eins og gamall og traustur ísfirzkur kommúnisti komst einhverju sinni að orði um félaga Stalín. Og er það ekki næg ástæða? En af einhverjum orsökum fórumst við á mis í bæði skiptin. Þetta var laust fyrir og skömmu eftir sexdagastríðið fræga, um svipað leyti og Tsjombe kallinn villtist sömu leið á móti vilja sínum. Gott ef hann er húinn að bíta úr þeirri nálinni enn. Til að fyrirbyggja misskilning skal tekið fram að við urðum ekki samferða. Karlanginn lét raunar stela sér og hefur sennilega horfzt í augu við byssuhlaup á leiðinni. Ég hafði hins vegar víða útsýn yfir mare nostrum, fór af fúsum og frjálsum vilja og hafði gaman af. Það var dálítið einkennilegt að vera kominn til Afríku. Kannski var það einkennilegast fyrir þá sök hve það var lítið einkennilegt. Grösug flatneskja teygði letilega úr sér í hreiskjunni og skógi vaxnar hæðir langt í suðri. Ef blámi hafsins hefði ekki óumdeilanlega verið í norðri þá hefði maður getað haldið sig vera í Suðurfrakklandi eða Ítalíu. En ég stóð reyndar og litaðist um á sfórum og nýtízkulegum flugvelli spölkorn utan við Algeirsborg. Hann heitir Dar-el-Beida og mun hafa orðið eftir þegar frakkar þurftu allt í einu að flýta sér heim til sín. Enga sá ég flugvél þar nema þessa sem ég steig út úr, en hún var reyndar í eigu E1 Caudillo eins og Frankó kallinn er nefndur manna á milli í landi hans, þessu „fagra, stolta, einmanalega og sorgbitna“ landi eins og Steinn heitinn lýsti Spáni einu sinni í viðtali við Matta Jó. Mér datt í hug að festa á mynd þennan glæsilega völl sem var svo fátækur að flugvélum, en þá spratt grænklæddur soldát upp úr jörðinni við fætur mér vopnaður fagurglj áandi hríðskotabyssu og gerði mér tvo kosti. Fór mér þá svipað og Hrafnkatli Freysgoða forðum að ég kaus lífi að halda enn um sinn, skundaði upp í bláan langferðabíl og ók brott í fússi. Á leiöinni inn í borgina bar fyrir augu þyrpingu kvenna er klæddar voru 300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.