Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 96
Tímarit Máls og menningar Þegar við höfðum lokið við að borða alsírskar pönnukökur í hádegisverð (en þær eru smurðar hökkuðu kjöti fyrir sultu) og drekka fölrautt vín með, þá þrömmuðum við á stað til að skoða Kasbah. Ég hygg að enn fari hrollur um margan franskan hermann ef þetta orð er hvíslað í eyra hans í myrkri enda munu minningar þeirra frá þessum hluta Algeirsborgar tæplega mjög ljúfar. Þetta er elzti hluti borgarinnar og gengur einfaldlega undir nafninu arabahverfið meðal borgarbúa af evrópukyni. Þarna búa nú um 150 þúsund manns utan í allbrattri hlíð. Elztu húsin munu vera frá því á 5tu öld fyrir Krists burð, hin yngsta síðan í fyrradag. Ekki sést þó mikill munur. Nema hvað við ökum upp fyrir hverfið og göngum undan brekkunni. Þarna er engin umferð nema fótgangandi fólk enda óhægt um vik. Hlíðin er sums staðar snarhrött og göturnar svo mjóar sumar hverjar að maður getur snert húsveggina beggja vegna ef maður réttir út hendurnar. Aldrei skín sól niður í þessa ranghala nema á fáeinum stöðum þar sem myndazt hafa ofurlítil torg. Sums staðar eru löng undirgöng með sterkri hlandlykt. Eftir að hafa gengið tuttugu.skref inn í þetta hverfi er maður rammvilltur og þakkar hamingj- unni fyrir að hægt muni að bjarga sér úr ógöngunum með því að ganga sífellt niðrímóti. Víða má sjá berfætt börn og rottur að leik og eru fætur barnanna smurðir joðáburði. Þarna eru líka matvörubúðir sem bjóða manni að kaupa kindahausa, kýrvamhir og svínafætur, og liggur þessi varningur gjarnan á gólfinu við undirleik flugnasuðs. Mér þótti hugulsamt af Amar vini okkar að geyma þessa sýningu þar til eftir hádegisverð og reyndi eftir megni að taka myndir, en fólkið hrökklaðist undan óttaslegið enda er múhameðstrúarfólki illa við myndatökur. Ég man að lítil stúlka sem var að sækja vatn í fötu, fór að gráta þegar ég ljósmyndaði hana. Ég fæ enn ofurlít- ið samvizkubit þegar ég virði fyrir mér társtokkið andlit hennar. Þegar við vorum komin niður undir jafnsléttu fékk ég færi á Amari og spurði hann hvort Ben Bella væri nokkurs staðar hér að finna. Hann svaraði því til að nú mundum við skoða stærstu mosku borgarinnar og bað mig að gjöra svo vel að fara úr skónum. Allah ku vera illa við skóhljóð. Það var gaman að ganga gegnum moskuna. Þar sátu gamlir kallar á gólf- inu með krosslagða fætur og opinn kóraninn fyrir framan sig. Þeir voru augsýnilega að velta vöngum yfir einhverri súrunni. Það var mikil og sval- andi friður þarna inni en enginn sérstakur helgiblær að mér fannst. Handan götunnar stendur höll hinna tveggja kóngsdætra, eða kannski hef- ur pabbi þeirra verið soldán. Þetta hús geymir mikla harmsögu. Kóngsdæt- urnar lögðu nefnilega því miður hug á sama prinsinn. Nú er Allah að vísu 302
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.