Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 23
Herbert Marcuse félagsins í heild, sem verður einskonar sjálfvirkt kerfi. Sem tæknileg heild verður hið háþróaða iðnaðarþjóðfélag jafnframt pólitísk heild. Fyrir til- stuðlan tækni og vísinda sambræðist menning, stjórnmál og atvinnulíf í almáttugt skipulag sem svelgir eða hindrar alla valkosti einstaklinga. Þetta nútima þjóðfélag, með ótakmarkaðri efnalega og andlega möguleika en áður þekktust, hefur um leið ótakmarkaðra yfirráðasvið yfir einstaldingunum en nokkru sinni áður. Jafnt andlegum sem efnalegum þörfum þeirra er „stýrt“, beint í ákveðinn farveg eða þær búnar til og þar að auki fullnægt í margfalt ríkara mæli en áður eru dæmi til. Mönnum eru sagðar fyrir þarfir og nautnir, hvers þeir skulu neyta, hverju klæðast, hvað þeir skulu sjá eða lesa eða hlusta á, hvaða smekk þeir eigi að hafa. Um leið og tækniþjóðfélagið er alræðiskerfi sem tekið hefur sér stjórn á öllum sviðum veitir það síaukin þægindi er sættir menn við það. Gleipnisfj ötur þótti á sinni tíð haglega gerður og af mikilli hugkvæmni, en hvað var hann hjá hugkvæmni nútíma þjóðfélags. Það hefur bundið allt í viðjar, en þær viðjar eru haggerðar og mjúkar ekki síður en traustar. Jafnt sem þetta þjóðfélag virðist holdtekja skynseminnar, og þó firrt skynsemi, veitir það „sælu í vansælunni“. Marcuse nefnir það „lokað“ þjóðfélag, og má að sönnu kallast vítahringur. Með því að taka að sér algera stjórn lífsháttanna hefur tækniþjóðfélagið að dómi Marcuses afmáð í grundvallaratriðum greinarmun á geranda og þolanda, afnumið stéttaandstæðurnar. Með hagræðingunni er horfinn munur á undirstöðu og yfirbyggingu þjóðfélagsins. Verklýðshreyfingin er orðin sam- gróin þessu tækniþjóðfélagi og ekki byltingarafl lengur. Efnahagslífið á- kvarðar ekki lengur vitundina, eða kenningin um það hefur ekki lengur neina merkingu. Hugmyndirnar eru nú „raungerðar í framleiðsluferlinu sjálfu“. Stjórnun, hagræðing, hugmyndalíf, hlutveruleiki og listir eru þættir í einni heild þar sem allt blandast ófagurlega saman. Út frá sjónarmiði þessa einviddar þjóðfélags fylgir Marcuse þeirri skoðun, sem borgaralegir hag- fræðingar básúna, að auðvaldsþjóðfélag nútímans hafi skilyrði til að sigrast á efnahagskreppum og sé í rauninni orðið pottþétt gagnvart þeim, eins og tam. John Galbraith heldur líka fram. A sama hátt hafi auðvaldsþjóðfélagið, vegna vísindalegrar skipulagningar og ótakmarkaðrar framleiðslugetu, öll skilyrði til að halda í skefjum ef ekki afnema stéttaandstæður þj óðfélagsins. Og hér er í raun réttri komið að undirstöðuatriði í skoðun Herberts Marcuses. 011 kenning hans um einvíddar þjóðfélagið styðst við þá hugsun eða sannfæringu, að það sé annarsvegar svo fullkomlega skipulagt að það hafi möguleika um ófyrirsjáanlega framtíð til að halda sér gangandi og hins- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.