Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 25
Herbert Marcu.se byltingar-hugmyndum eða tilraunum er inngróinn þáttur þessa þjóðskipu- lags“. Marcuse gerir í þessu sambandi grein fyrir þeim breytingum sem hann telur hafa orðið á verklýðsstéttinni í iðnaðarþjóðfélögum nútímans. Helztu atriðin eru þessi: Sífellt dregur úr því sem kosta þarf til líkamlegrar vinnu. í helztu iðnaðargreinum dregur úr tölu verkamanna í hlutfalli við þá sem hafa á hendi allskonar eftirlits- og þj ónustustörf. Þetta breytta eðli vinnunnar breytir viðhorfi og hugsunarhætti. Hinn nýi tæknilegi starfsheimur sljóvgar hina neikvæðu afstöðu verklýðsstéttarinnar til þjóðskipulagsins. Niðurstaðan er: hún berst ekki fyrir byltingu. Engu að síður er þetta þjóðfélag, þó að yfirgnæfandi meirihluti þegnanna sætti sig eða sé látinn sætta sig við það, utan frá séð í heild óviðunandi fjarstæða, eins og lýst var í upphafi bókar. Það hefur alla möguleika til að gera mannlífið farsælt en hagnýtir þá ekki. „Á vorum dögum er varla til sá vísindamaður eða sérfræðingur sem taka má alvarlega — ekki fremur innan borgarastéttarinnar —, að hann neiti möguleikum á því að útrýma megi sulti og örbirgð með þeim tæknilegu framleiðsluöflum, efnalegum og andlegum, sem þegar eru fyrir hendi. Eins eru allir sammála um að þetta nútíma ástand stafar af hinu pólitiska skipulagi“. Samt eykst og viðgengst skortur og neyð. Af þessu ástandi nútíma þjóðfélags, ekki sízt „velferðar- ríkisins“ eins og Marcuse kemur það fyrir sjónir í Bandaríkjunum, dregur hann upp skarpa mynd. Vísindalegar og tæknilegar framfarir hafa orðið tæki til yfirdrottnunar. Slægð vizkunnar vinnur eins og svo oft áður í þágu valds- ins. Undir stjórn hinnar þvingandi heildar er frelsinu snúið í ófrelsi. Þegnar hins háþroskaða iðnaðarþjóðfélags eru „eimaðir“ þrælar, en þrælar eigi að síður. Þrældómurinn hefur tekið á sig hina hreinu mynd þar sem menn eru orðnir alger verkfæri, „smækkaðir niður í það ástand að vera hlutir“ (með orðum Frangois Perroux). Þessu þjóðfélagi verður að umbylta frá rótum. Það er um heildina að tefla. Vandamálið er heildin. Skipulaginu verður að kollvarpa og eigindar- breyting að fara fram. Marcuse heldur sér þannig fast við byltingarsjónar- miðið, en þar sem hann telur hana ekki lengur eiga rætur né aflvaka í stéttaandstæðum eða efnahagsþróun þj óðfélagsins sveigir hann byltingar- hugmyndir sínar frá marxismanum inn á aðrar brautir. Þegar byltingar- kenningin að hans dómi á sér ekki framar hald innan þjóðfélagsins verður gagnrýnin að koma „utan frá“ og taka jafnt til hinnar jákvæðu sem nei- kvæðu, hinnar skapandi sem eyðandi stefnu í þjóðfélaginu, til þj óðfélagsins 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.