Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 29
Herbert Marcuse þær séu gagnrýndar eða brotið í bág við þær í ýmsum meginatriðum, þá verður gagnrýnin á marxismann, einmitt hjá hverjum sem hugsa vill dýpra, til að draga athyglina að honum og fá þá til að kynna sér hann milliliðalaust. Ég hef valið hér gagnrýniskenningu Herberts Marcuses til meðferðar, bæði vegna þess að hún er ein nýjasta og áhrifamesta boðun heimspeki sem taka eigi við af marxismanum og að þar kemur fram í skörpustu formi og flestum atriðum sú gagnrýni á marxismann sem verið hefur í tizku um ára- tugi og heil hersing borgaralegra hagfræðinga, rithöfunda, spekinga og spá- manna hefur staðið að, og í þriðja lagi ekki sízt vegna þess að kenning Marcuses hefur kveikt í æskulýðnum og á þátt í þeirri uppreisnaröldu sem vakin er meðal stúdenta. Gaman væri að athuga í einstökum atriðum, hvar gagnrýnin á marxismann kemur harðast niður, hvert hald sé í henni, hversu marxisminn stenzt hana eða hvað nýtt komi fram sem rétt sé að taka alvar- lega til greina. Vantar sízt að fjöldi fræðimanna á marxisma hafi brugðizt til varnar og deilt frá ýmsum sjónarsviðum á gagnrýnendur hans, ma. á Marcuse, og hefur þetta enn orðið til að gera marxismann skýrari fyrir al- menningi og endurlífga hann í hugum nýrrar kynslóðar. í stórum dráttum felst sú gagnrýni í því, hvað Marcuse varðar, að hann hafi oftrú á eða ofmeti almætti og einvíddarsérkenni iðnaðar- og tækniþjóðfélagsins, en geri hins vegar allt of lítið úr mótsögnum innan þess og andstæðuöflunum. Sá samruni andstæðnanna innan þess sé alls ekki slíkur sem hann vill vera láta. Fjar- stæða sé tam. að telja vísindin, tæknina og valdstjórn þj óðfélagsins órofa- heild og tali móti öllum staðreyndum að segja verklýðsstéttina í heild vera orðna styttu skipulagsins og ekkert andstæðu- hvað þá byltingarafl lengur. Innan auðstéttarinnar sjálfrar ríki líka andstæður og fjarri sé að henni hafi tekizt, þrátt fyrir hagnýtingu tækni og visinda, stjórnunar og hagræðingar og þaulhugsaðrar skipulagningar, að leysa mótsagnirnar innan skipulagsins né muni nokkru sinni takast það. Oðru nær, þær séu stöðugt að verða skarp- ari og augljósari, og einmitt tæknibyltingin og krafan um aukna sérfræði- menntun herði stórlega mótsagnirnar og geri þær óleysanlegar. Ennfremur geti útlagar þjóðfélagsins eða þriðj aheimsbúar ekki komið sem byltingarafl í stað verklýðsstéttarinnar í auðvaldslöndunum. Gaman var að viðræðum stúdenta í Vesturberlín við Marcuse eftir fyrirlestra sem hann hélt þar. Einum þeirra fannst vandamálið byrja þar sem fyrirlestrarnir enduðu. Þeir láta sér ekki nægja að auðvaldsskipulagið sé gagnrýnt, þeir hafa sjálfir rekið sig á að það er óþolandi og eru þar sammála Marcuse, en þeir ganga á hann að benda á þau öfl og þær aðgerðir sem geti steypt því. Þeir vilja fá að sjá 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.