Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 39
FetSgar „Nú sé ég, að við erum farnir að skilja hvor annan. Nú getum við talað saman eins og maður við mann. Ef okkur á að takast að leysa gátuna, verðum við að hafa hugann allan við hana. Þú ert sammála því.“ „Já, ég býst við að það þýði ekkert annað.“ „Þér reynist mjög erfitt að hugsa um það, sem gerðist þetta kvöld?“ „Já, og það er alltaf verið að plaga mig með þessu.“ „Hugsaðu þér, ef til væri myndsjá, sem maður gæti virt fyrir sér í allt sem fyrir mann hefur borið. Ef þú gætir til dæmis virt fyrir þér það sem skeði þetta kvöld, horft á það úr öruggri fjarlægð eins og til dæmis héðan úr stof- unni. Ég kann ráð, sem getur hjálpað þér til að rifja upp í eitt skipti fyrir öll það sem þú vilt, og vera síðan laus við að hugleiða það meir. Og á meðan ertu hér — sólin úti — og ég, sem þú ert nú farinn að þekkj a. Nú skulum við snúa okkur frá liðnum atburðum. Hvílum þá um stund. Gefum okkur heldur að því, sem er hér núna. Sérðu hvemig kvöldsólina brýtur í flötum kveikjarans hérna á borðinu fyrir framan mig?“ „Já.“ „Einbeittu nú huganum að honum ... Hugsaðu ekki um neitt annað en lit- brigðin í flötunum ... Meðan þú beinir athyglinni að þessum hlut, sem þú veizt nákvæmlega hver er og til hvers er, ertu öruggur. Og það skiptir ekki máli, þótt það sé ekki merkilegt að horfa bara á kveikjara, en það er hvort eð er ekkert annað að gera, og við getum alltaf rahbað um það sem við komum okkur saman um að rabba um. Horfðu, horfðu bara á hann. Þú sérð hvernig fletir hans endurspegla birt- una. Engin form, enga hluti, bara glampar skínandi bjartir, — lítill hlutur og hugur þinn er kyrr, kyrr og birta dálítið þreytandi fyrir augun. Hún er dá- lítið stingandi, en það borgar sig ekki að dreifa huganum. Heldur bara horfa í stingandi birtuna. En þú getur lokað augunum, það er allt í lagi. Þú ert ef til vill þreyttur hvort eð er. Og lokar augunum, lofar þeim að falla aftur. Bak við rökkrið er geislandi hluturinn, of bjartur til að horfa á, of lítill til að einbeita sér að til lengdar. Bara kyrrð. Stingandi hluturinn sagði að þú værir þreyttur og það er kyrrð. Og þú slakar á; ein eftir aðra slakna þær sinarnar, sem hafa haldið þér of spenntum undanfarið. Þú fellur. En ekki langt; þú líður áfram eftir löngum gangi. Veggimir eru daufgulir og rökk- ur, og þú líður áfram eftir þessum gangi, lengra og lengra áfram eftir löng- 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.