Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 40
Timarit Máls og menningar um gangi, áfram og áfram. Og nú sérðu veggina síga burt frá þér og leysast upp og blátt unaðsríkt rökkur umlykja þig. Það birtir. Það er bjart af sól í kringum þig. Þú ert langt úti á vatni. En þú ert ekki á bát, heldur líðurðu áfram eftir vatnsborðinu, og það kular neðan í iljarn- ar. Það er einbeitnin, sem heldur þér uppi. Vatnið er stórt og slétt og land fram undan í fjarska. En enginn getur einbeitt sér svo lengi. Þú hlýtur að sökkva. En þú drukknar ekki. Taktu eftir, þér er aðeins ljúft að síga niður í gegnum þetta óefniskennda vatn; það þrengir ekki að, þvert á móti er hér mun frjálslegra, hér undir vatnsborðinu. Slakar á og sígur neðar. Það er ekki hræðsla, heldur eftirvænting. Litirnir umhverfis þig eru óumræðilegir. Vatnið er óefniskennt og hlýtt og gamalkunnugt ... Hér geturðu einmitt dregið andann ... Dragðu bara andann ... Dragðu djúpt andann ... Já, svona ... Aftur ... Svona, já .. Slappaðu af ... Það dimmir ekki ... Og þú svífur áfram eins og glitrandi peningur niður í gegnum vatnið ... Óttinn er horfinn ... Grænir og bláir litir flökta fyrir augum þér, verða dimmbláir ... Þú ert ekki í heimi draumóra, heldur er raunveruleikinn orðinn gagnsær ... Þú ert umvafinn nýrri reynslu ... Hóglega, kyrrlátt er vitund þín og silf- urtært vatnið orðið eitt ... Niðri leikur hvít birta á bláum sandi ... Það merlar á kristalla og sérkennilega hluti ... Eru það steinar eða smíðaðir hlutir? Þú snertir sandinn þýðlega, og þú finnur að hann er óefniskenndur eins og vatnið ... Þú finnur, að allt er voldug kyrrð. Þú þarft ekki að hreyfa þig, hugurinn ber þig áfram ... Það er ekkert og þú sættir þig þýðlega ... þýðlega ... Þú gerir litla holu í sandinn og lætur hann flikra niður eins og birtu frá stjörnu. Allt er svo tært. Eins og kristallar kringum þig, sem stafa fíngerðu ljósi til þín. Og þú tekur einn þeirra upp, og þú skyggnist í spegil- gljáandi flötinn ... Hlynur." „Já.“ „Ég ætla að segja þér dálítið, og svo segir þú mér framhaldið, af því að þú veizt það.“ „Já“ „Fyrir mánuði síðan, á laugardagskvöldi, ætluðuð þið, þú, Jóndi og Óli í Byrgið, en komuzt ekki inn. Hvert fóruð þið svo?“ „Við fórum heim til Jónda.“ „Hvað skeði svo?“ „Við áttum flösku og drukkum úr henni. Það urðu læti og kjaftæði af því að það var ekkert kvenfólk. Svo fórum við út til að ná í stelpur. Ég hringdi í 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.