Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 46
Tímarit Máls og menningar ennþá sama eggið, eftir að það hefur verið lagt í eggjaskera og skorið í sneiðar af strengjunum. Hver sín sneiðin. Liggjum þétt en ósamtengjanleg.“ „Karlmenn! Á daginn sigrið þið heiminn, en á nóttunni grátið þið við hrjóst okkar kvennanna og heyrið hjörtu sjálfra ykkar slá djúpt í barmi okkar. Þið eruð skapaðir til að dást að okkur, líkaminn fyrir líkama okkar, hugurinn fyrir huga okkar. Aðeins alþýðumaðurinn, sem elskar konu sína í sveita síns andlitis, konu sína og börn, — hann skilur þetta, — skilur, að við erum eins og vinin í eyðimörk án endimarka. Anna, hvenær kemur önnur bók frá þér. „Kona Lots“ var alveg listaverk. Ég finn þetta allt saman inni í mér, en ég get bara ekki sagt það eins og þú.“ „Uss, ég skrifaði þetta bara út úr leiðindum. Þetta átti aldrei að verða neitt. Valur er svo sjaldan heima, og krakkarnir eru orðnir stálpaðir, svo ég varð að finna mér eitthvað til dundurs.“ „Já, bókin er ágæt. Mér datt aldrei í hug, að hún hugsaði svona um mig.“ „eeeee, heyrðu Baldi. Er það skoðun þín, að til séu tvennskonar lög; lög náttúrunnar, sem byggja, í fyrsta lagi á sjálfvirku orsakasambandi, í öðru lagi á náttúruvali; og hins vegar lög mannanna, sem algjörlega séu sköpuð af þeim?“ „Það veit ég ekkert um. Þú varst alltaf með þessar vangaveltur hér áður fyrr. Ertu ekki hættur enn?“ „Allt er í heiminum afstætt.“ „Ég er löngu hættur að velta þessu fyrir mér, og stendur á sama um það allt saman. Hitt veit ég, að lög eru lög og ef tveir menn heimta sama hlutinn, verður annar að víkja. Þau eru til að vernda manninn gegn sjálfum honum. Lögin eru miskunnarlaus gagnvart þeim, sem bíður lægri hlut. Og svoleiðis verður það að vera, annars færi allt í vitleysu. Og þar að auki er enginn ...“ „Uss, Baldi minn, uss ...“ „Hvað er þetta? Jæja þá.“ „Hérna, Hannes, þú afsakar, þótt ég spyrji þig. Hvernig hefur sonur þinn það?“ „Já, það var mikið talað um það á sínum tíma. Hvernig ...“ „Baldi...“ „Sonur minn? Það væsir ekki um hann.“ „Já, það er sem ég hef alltaf sagt, það væsir ekki um menn í fangelsi. í rauninni eru menn miklu betur settir fyrir innan grindurnar en fyrir utan þær.“ 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.