Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 58
Tímarit Máls og menningar engan veginn fyrirfram ákveðið að félagsfræðin hlyti vegna uppruna síns að verða „meginlandsfyrirbæri“. En það var ekki aðeins að Bretar sætu hjá þegar þjóðir Evrópu uppgötvuðu hin nýju félagsvísindi á árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri, heldur mistókst þeim einnig að tileinka sér svo nokkru næmi ávinninga þeirrar engilsaxnesku þróunar sem átti sér stað á þessu sviði í Bandarikj unum eftir 1930. Brezkir háskólar hafa að sjálfsögðu verið nær lokaðir fyrir kenningum Parsons allt til þessa dags. Bretar fóru þannig á mis við bæði megintímamótin í þróun hinna nýju vísinda. Á brezkri grund hefur aldrei búið félagsfræðingur sem neitt verulega hefur kveðið að. Það segir meir en litið að enginn mikill fræðimaður á borð við Weber, Durkheim og Pareto skyldi rísa upp hér. En þetta var engin tilviljun. Það fær maður stað- fest þegar litið er á minni spámennina sem áttu hlut að því sem grundvallar- ritið um þetta efni kallar „Endurmat og nýsköpun evrópskra félagsvísinda 1890—1930“. Hin vinsæla yfirlitsskrá Stuarts Hughes, Consciousness and Society, hefur að geyma nöfn 20 minna kunnra fræðimanna sem eru full- trúar hliðstæðra menningarstrauma. Enginn þeirra er Englendingur. Þetta hreiða bil hefur aldrei verið brúað. Félagsfræði hefur nú loksins náð nokkr- um þroska sem viðurkennd vísindagrein í Englandi en til þessa dags hefur auvirðileg meðalmennska og ófrjór útúrboruháttur ráðið ríkjum. Þessi fræði eru ennþá olnbogabarn greina eins og „félagslegt starf“ og „stjómun félags- legrar þjónustu“, sem eru máttvana afsprengi líknarstarfsemi Viktoríu- tímabilsins. Hvaða þýðingu hefur þetta hlálega tóm í andlegu lífi ensku þjóðarinnar? Er hér um einangraðan þverbrest að ræða eða dregur þetta frekari dilk á eftir sér? Klassísk evrópsk félagsfræði voru samtengjandi félagsvísindi. Þetta var sú mikilvæga grundvallamýjung sem þau kenndu. Kenningar Web- ers um trúarbrögð, lög og markað, rannsóknir Durkheims á sjálfsmorðum og félagslegri samhygð og fræðisetningar Paretos um forystuhópa tóku fram hinum einangruðu greinum „hagfræði“, „sálarfræði“ og „sagnfræði“ með því að tvinna þær saman í kennisetningum um þjóðfélagið í heild. Fremsti hugsuður þessarar kynslóðar á sviði félagsfræðinnar í Englandi var Alfred Marshall, upphafsmaður hagfræðikenningarinnar um ráðstöfun umframfjár. Parsons bendir á að erfiðleikar Marshalls stöfuðu í raun og veru einmitt af vangetu hans til að skapa það hugtakakerfi sem var nauðsynlegt til að ná út yfir hagfræði hinna einstöku þátta. (Vandamálið hjá Marshall var „virkni“ mnfram það sem var skynsamlegt út frá efnahagslegu sérhagsmunamati). Það voru Pareto og Weber sem leystu þennan vanda með því að taka þetta 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.