Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 59
Um nokkra þœtti brezkrar menningar atriði upp í víðara fræðilegu samhengi. í þessum skilningi varð félagsfræðin til sem vísindagrein sem selti sér það mark að framkvæma allsherjarnýskipan hinna félagslegu eininga. Það var þetta sem gaf henni sinn sérstaka svip. Og það er engin tilviljun að þetta leiddi síðar til hinnar stórfenglegu athafna- kenningar Parsons sem spannaði yfir alla þætti hinnar félagslegu tilveru í þessu eina kerfi greiningarhugtaka sem sett var upp. Hver sem niðurstaða þessarar tilraunar varð svo í reynd, fól hún allt frá upphafi í sér þann metnað að skapa slíka allsherjarsamhæfingu. En félagsfræðin var sjálf að miklu leyti (ekki einvörðungu) svar við al- tæku fræðikerfi, sem áður var til. Það fór ekki leynt að henni var teflt fram af borgarastéttinni á meginlandi Evrópu sem mótvægi gegn marxismanum. Öll rit Webers um hagfræði og þjóðfélagsmál eru samfellt, óbeint andsvar við þeim marxisma sem verkalýðsstéttin í Þýzkalandi keisarans hafði gert að fræðikenningu sinni. Hann fjandskapaðist við verkalýðshreyfinguna á stjórnmálasviðinu unz yfir lauk. Pareto reyndi að berjast gegn hinu frum- stæða „skrílæði“ sósíalismans með því að rita heiftúðug árásarrit á Marx, en Durkheim freistaði þess að aðhæfa þennan marxisma endurbótasinnuðum viðhorfum franskra raunspekisinna. Djúpstæður ótti við fjöldann og vitundin um væntanlega sundurliðun þjóðfélagsbyggingarinnar blasir við í ritum þeirra allra með tölu. Marxisminn hafði verið hálfri öld fyrr á ferðinni en klassísk félagsfræði. Hann var ólíku þróttmeiri samhæfing sjálfstæðra vís- indagreina og gæddur slíku víðfeðmi að félagsvísindi borgarastéttarinnar hafa aldrei síðar komizt neitt í námunda við það. Hugsun Marx fól í sér — svo að notuð séu hin sígildu orð Leníns — samtengingu þýzkrar heimspeki, pólitískra hugmynda Frakka og enskrar hagfræði. Það rannsóknarsvið sem hin klassíska félagsfræði setti sér, hafði verið grundað áður og á betri og miklu víðfeðmari hátt. Sú leið er Marx fór var að gagnrýna og samlaga á nýjan leik hin ólíku menningarkerfi samtíðar sinnar. Hann byrjaði með því að gagnrýna heimspeki Hegels efnislega og sýndi fram á að henni var um megn að skýra stjórnmálalega grundvallarskipan samfélagsins og rikisvaldið. Því næst kippti hann grundvellinum undan stefnu og starfi Proudhons á stjórnmálasviðinu og sýndi fram á að hann var ófær um að gera sér grein fyrir efnahagslegri uppbyggingu hins borgaralega þjóðfélags. Síðan hratt hann hagfræðikenningum Ricardos með því að færa sönnur á að höfundi þeirra væri ekki ljóst hvað væri sjálfur kjarni kapítalismans sem framleiðslu- skipunar á ákveðnu söguskeiði. Þegar Marx hafði að lokum fellt saman í eina heild gagnrýni sína á öllum þessum sviðum, þá fullþroskaður hugsuður, 4 TMM 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.