Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 85
Svo fer þelm er sópa gólf lijá könum (Þorst. Vald.: Fiðrildadans) „Beygffu þig, maður, beygSu þig — eins og þú sért aff svipast um eftir meira rusli til að sópa.“ Þannig hefst ein snjallasta skáld- saga, sem út hefur komið hér á landi um margra ára skeið.1 íslenzkur sveitapiltur fleygði frá sér orfi og reku og fór í breta- vinnuna gegn vilja allra á bænum. Pening- amir freistuðu og raunar leið ekki á löngu áður en faðir hans brá á sama ráð. Árin líða og ungi maðurinn breytist smám sam- an í auðmjúkan þjón þeirra hemámsafla, sem seilast eftir landi hans og nytja auð- lindir þess, ráða lögum og lofum og hafa auðsveipa ríkisstjðm í vasanum. fbúar landsins eru ekki aðeins orðnir undirþjóð, heldur hafa kanarnir flutt inn Þjóðverja sem gegna einskonar millistigshlutverki, em verkstjórar og umsjónarmenn yfir lands- Iýðnum undir yfirstjóm drottnaranna „ ... þessir útlendings-djöflar, sem eru sendir hingað. Maður á náttúrlega ekki við kan- ann, hann er í sínum fulla rétti og má senda hingað svo marga sem honum sýnist ...“ Einstaka heimamanni tekst með smjaðri og húsbóndahollustu að koma sér í mjúkinn hjá yfirboðurunum og hafna á ögn hærra þrepi í virðingarstiganum en óbreyttur vinnulýðurinn. Þeir ganga undir nöfnum eins og Snati og Snuddi, en á lotningu blandinni öfund í þeirra garð er samt harla grunnt. Eini maðurinn sem þorir að beita sér fyrir mál- stað verkamannanna og reynir að koma á félagsskap meðal þeirra er Ófeigur, en róð- ur hans er þungur og vonlaust um árangur, því að Hringurinn hefur öll ráð í hendi sér. „Vitanlega getur maður talað við hvem 1 Jakobína Sigurðardóttir, Snaran. — Heimskringla 1968. 120 bls. Umsagnir um bœkur sem er, maður getur ekki látið sem maður þekki ekki hann Ófeig hérna, ekki við, en það er ástæðulaust að unglingar gefi sig að honum. Og ég hefi sagt strákunum mín- um það, að mér sé skítlega við að þeir séu að flækjast í þessu íþróttafélagi hans.“ Enginn þorir að veita honum lið af ótta við að missa atvinnuna og verkamennimir hafa líka stolið óspart frá kananum og em ekki látnir ganga að þvi gruflandi að þau mál verði tekin á dagskrá, ef þeir sinni brölti Ófeigs. Þannig er vefur spillingarinnar sleginn úr mörgum þráðum, snaran herðist sjálfkrafa að hálsi hvers þess sem víkur af vegi undirgefninnar. Um leið og sjálfsvirðingin hopar skref fyrir skref glatar verkamaðurinn öllum metnaði og menningarvon fyrir sig og sína: „Nei, mínum krökkum hefir ekki verið troðið í skóla, þeir fara beint inn í fram- leiðsluna, beint í verksmiðjuna um leið og þeir eru vinnufærir." Og sinnuleysið trónar efst á lista allra dyggða: „Fólk á ekki að reka trýnið í hluti, sem eru utan þess verkahrings. Það borgar sig aldrei. Vinna sitt verk, skila hæfilegum afköstum, halda kjafti og hirða sitt kaup, það er lóðið.“ Nú mætti spyrja — eru þetta ekki fæddir aumingjar sem láta fara svona með sig, eru þessar mannlýsingar ekki fjarri allri skynsemi? Svarið kemur beint af síðum bókarinnar: „Allt sem maður ætlaði að gera — sérstaklega fyrst ... Auðvitað fór eitt og annað öðruvísi en maður bjóst við — eiginlega allt — skrýtið hvemig allt breytist — maður sjálfur líka.“ Eina ljósglætan í þessu svartnætti sið- ferðilegrar uppgjafar er Inga systir, stúlkan sem lengi vel þvertekur fyrir aUt samneyti við herinn, heldur reisn sinni og stolti þótt allir aðrir láti blekkjast og bugast. Aðeins einu sinni dottar hún á verðinum, og það er kannski veikasti hlekkur sögunnar. Þá lendir hún í klónum á hermanni sem mis- 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.