Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 86
Tímarit Máls og menningar þyrmir henni og þess bíður hún aldrei bætur. Sögumanninn skortir hugrekki til að koma systur sinni til hjálpar og þann vesaldóm veitir honum örðugast að réttlæta fyrir sjálfum sér eða stinga undir stól í hugskoti sínu. Þetta er saga um niðurlægingu, ekki eins manns einvörðungu, heldur heillar þjóðar, fátækra erfiðismanna sem selja frelsi sitt og mannsbrag fyrir peninga; skammsýnna stjórnmálamanna sem brestur öll úrræði önnur en þau að leggja land sitt og þjóð undir ok auðhringa og stór- iðjufanta. Og ef betur er að gáð er hún líka niðurlægingarsaga allra þeirra sem ganga á mála hjá peningavaldinu, hvar sem er og hvenær sem er, hvort sem þeir eru búsettir á fslandi, eða t. d. í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Viðfangsefni bókarinnar, þau vandamál sem liún varpar Ijósi á, eru sammannleg, alþjóðleg. Og list hennar lyft- ist í enn hærra veldi fyrir bragðið. Þessi saga er rödd hrópandans, kynngimagnað- asti reiðilestur íslenzkra bókmennta frá því á dögum Atómstöðvarinnar, og það er blindur maður sem ekki fær stautað sig fram úr því mene tekel, sem hér er ritað á vegginn. Bygging sögunnar er næsta óvenjuleg. Hún er eintal sögumanns frá upphafi til enda, en þó beinir hann máli sínu til ann- ars manns, vinnufélaga síns. Lesandinn skynjar nærveru samverkamannsins og með einstökum orðum eða stuttum setningum af vörum hans sem bergmála í tali sögu- mannsins eru einnig örlög hans dregin fram í dagsljósið. Það eitt út af fyrir sig að halda spennu frásagnarinnar í þessum sítalanda eins manns er mikið tæknilegt afrek. Skáldið hleður verk sitt líkt og vegg úr mörgum smáum steinum, hægt og æðru- laust, með jöfnum hraða, unz það blasir við í sögulok sem ramger virkismúr. Innan hans mættum við hvert og eitt leita skjóls í sviptingum válegrar tíðar, bera okkur saman við sögumanninn og spyrja: Hvað hefði ég gert? Hvað geri ég? Sannleikur- inn er sagna beztur, þótt bágur sé. En ekki gefast allar persónur sögunnar upp. Niðurstaðan er þrátt fyrir allt ekki nei- kvæð. Sá sem ekki beygir sig sýknt og heilagt til þess að svipast um eftir meira rusli á þess ennþá kost að vera maður. Mælt er að vegur skáldsögunnar fari dvínandi á síðustu tímum, og oft er undan því kvartað að hin mikla jólahátíð bókanna hér hjá okkur sé meiri að vöxtum en gæð- um. Það leikur þó varla á tveim tungum að síðasta bókaflóð skolaði ýmsum álitleg- um keflum á land. Skyldu ekki sum þeirra reynast okatæk? Nú er um að gera fyrir þessa afskiptu þjóð að reyna að krækja í langþráð verðlaun Norðurlandaráðs. Þórarinn Guðnason. Danteþýðingar Nútímamenn eiga greiðari aðgang að Dante heldur en forfeður þeirra höfðu. Það miðaldamyrkur, sem var steypt yfir samnefnt tímabil af endurreisnarmönnum, upplýsingarmönnum og rómantíkerum, er nú borfið. Það er fyrst nú á dögum, að verk Dantes eru metin og skilin með hlið- sjón þeirra tíma, sem hann lifði, svo að nú geta menn verið heilir í aðdáun sinni á skáldskap og öðrum verkum Dantes. Fyrrum vildu ýmsir fordómar og misskiln- ingur um miðaldir hefta nokkuð aðdáun nianna og á vissum tímum voru ýmsir, sem töldu Dante ímynd miðaldamyrkurs, svo sem Voltaire; Goethe fannst Dante skorta hófsemi, og Sainte-Beuve tók í sama streng. Stendhal segir að um 1800 hafi Dante verið fyrirlitinn á Italíu. Með rómantíkinni hefst endurmat miðalda, en þó reyndar á mjög takmarkaðan hátt, það var ekki byggt á 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.