Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 94
Tímarit Máls og menningar Þannig lýkur þessu ljóði, og þessi vonglaða trú og vissa fær þvi líf og lit. í þriðja hluta Innlanda er Hannes horf- inn á vit þess heims, sem honum er hug- stæðastur. Þar vaknar hann við vatnaþyt og söng, „kunnuglegt upphaf innan hins lok- aða hrings árstíðanna". Nú er einskis aS sakna allt er ný endurlijgandi byrjun! segir þar í fyrsta kvæðinu. Og svo rekja þau sig áfram hvert af öðru. Sumarkvöld- in við fjarðarbotninn eru orðin „sælueyj- ar á vötnum minninganna", en í Tungusveit er allt eins og áður: Döggin hnígur aj drúpandi strái. Gamalt Ijóð syngur lœkur með trega. En hnjúkurinn blái bústaður verðugur guðum horfir sem áður til himinvega. Ilér er kyrrð og fegurð og mjúklát tign, og í næsta ljóði laugar skáldið vanga sína og augu í hlýjum straumi dagsbirtunnar, sem streymir framhjá borginni eins og fljót frá upptökum til ósa. Þannig er í kvæði eftir kvæði þriðja hlutans lýst þeim fögnuði, sem ósnortin fegurð náttúrunnar, minning- ar og draumar, sem vakna á kunnuglegum slóðum, vekja með höfundinum. Ó sveit minnar bernsku sumarstöðvarnar grœnu sveit heimþrár og kvíða Heimkoma! sjá nú opnast hlið timans, ég stíg út úr deginum þröngva undir þakhvolf úr Ijósi. Önnur Ijóð minna með einhverjum hætti á eldri ljóð Hannesar, en benda þó um leið til breyttra viðhorfa eða nýrrar af- stöðu. „Söngvar til jarðarinnar" voru ort- ir út af andstæðunum: frjórri lífsnautn og dýrmætri og daglega nýrri tilfinningu annars vegar, en kvíðablandinni vissu um návist endanlegs dauða og eyðingarhættu tortímingaraflanna hins vegar. í Ijóðinu „Við strönd sem snýr að nóttinni“, sem mér þykir með fegurstu og áhrifamestu kvæðum í þriðja hluta Innlanda, kemst Hannes svo að orði: lnn yjir strönd mína óvissa nótt óvissan dag mun náttmyrkrið streyma — ekki stöðvast eins og nú á björtum glugga mínum en bylgjast hingað inn. Horfið jrá Ijósum sínum lokar það augum mínum. Myrkrið og stjörnurnar kveðjast. Þetta ljóð segir að vísu ekkert berum orð- um um breytta afstöðu Hannesar til heim- spekilegra viðhorfa í sambandi við líf og dauða. En mér virðist sú tilfinning, sem það tjáir, heilsteyptari og hreinni en sú, sem látin var uppi sums staðar í Söngvum til jarðarinnar. Það er eins og þetta ljóð sé ort í meira jafnvægi og rati beina leið til lesandans, sem finnur undir eins, að það er „satt“. í fyrstu bókum sínum tveim- ur talaði Hannes ekki mikið um trú — nema þá trúna á jörðina í hinni síðari. Á þessu var þegar orðin athyglisverð breyt- ing í Stund og stöðum í kvæðum eins og „Hinn fjórði vitringur frá Austurlöndum“ og „Köln“, og þegar ljóðið „Umhverfi", sem þá hét „Eintal“, kom fyrst á prent fyrir þremur árum, varð ljóst, að leit Hannesar Péturssonar beindist einum 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.