Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 95
Umsagnir um bœkur þræði að trúarefnum eða spurningunni um trú. Innlönd staðfesta þetta með nokkr- um ljóðum. Til dæmis um það má nefna „Endurkomu“ og „I Reykjagarði", en í íyrra kvæðinu greinir skáldið fyrst frá því, hvernig sagt er frá fyrirheitinu um endur- komu frelsarans í fyllingu tímans og spyr síðan, hvort hann muni koma og hvessa sjónir „Hvítur sem elding“ eða eins og mildur kvöldgeisli, sem engan dóm leggur á lifendur og dauða. I Ijóðum, þar sem Hannes víkur að þessum efnum, er ekkert fullyrt, aðeins spurt, en ég bendi á þetta vegna þess, að þessi kvæði í tveimur síð- ustu bókunum eru nýr þáttur í kveðskap hans, sem enginn getur látið framhjá sér fara, sem fylgjast viil með þróunarferli skáldsins. I Ijóðinu „I Reykjagarði" eru fóignir einhverjir þeir töfrar, sem eng- inn hægðarleikur er að lýsa eða útlista fyrir öðrum. Annaðhvort verður lesandinn að finna þá eða fara á mis við þá ella. Allir þeir einstöku þættir, sem gera ljóð að ósviknum skáldskap, eru eins og undnir í einn sterkan þráð í þessu kvæði, þar sem skáldið reikar um hlýjan, grasi vafinn kirkjugarðinn á kunnuglegum slóðum. Mold og menn og tíðir hafa runnið þar saman í eitt í faðmi friðsællar náttúru. Heimur og tími, líf og dauði eru hér í sátt, og hér, — loksins hér er eins og skáld- ið sé komið heim, og sú tilfinning speglast í kvæðinu, sem felur hana í sér á listrænan og sannfærandi hátt. Tíminn hefur verið Hannesi Péturssyni áleitið umhugsunar- og yrkisefni eins og mörgum öðrum, og það kemur víða glöggt fram í Innlöndum. í „Næturstað" segir hann: ... timinn líður hægt alls staðar nema í fljótinu sem jellur um skóginn ... og biður söngþrestina að rjúfa nú þennan dyn með Ijóðum. Hér hef ég vikið sérstaklega að yrkis- efnum Hannesar, en minna talað um með- ferð þeirra. Ég fæ ekki séð, að hún hafi breytzt í grundvallaratriðum frá þeim ljóð- um, sem hann hefur bezt ort áður, enda hafa þau verið gerð af miklum hagleik. En af Innlöndum verður þó ljóst, að um leið og hann stefnir hugsun sinni til markvissari og meðvitaðri heildar verða Ijóðin að sama skapi samþjappaðri og huglægari en áður og efni og form óaðskiljanleg heild. Ég er þeirrar skoðunar, að Innlönd beri því skýrast vitni af ljóðabókum Hannesar, að þetta tvennt verði ekki sundur greint, þegar bezt gegnir. Hvað sem öðru líður, sést nú glöggt, að hann stefnir að æ meiri einfaldleik eins og mörg önnur nútíma- skáld. Hann setur sér þá kröfu að segja ekki annað í ljóði en hann ætlar sér á sem látlausastan og einfaldastan hátt, þannig að „rétt“ og mátulega mörg orð skili skýrri og markvissri hugsun til lesandans. En það er rétt að taka fram, að ljóð hans eru ekki ætíð öll þar sem þau eru séð, þrátt fyrir einfaldleikann — eða kannski vegna lians. Þau vinna á við frekari kynni og fleiri lestra, og ég er a. m. k. þeirrar skoð- unar, að það sé til marks um gæði skáld- skapar. Viðhorfi sínu til ljóðsins lýsir hann svo í Innlöndum, að það sé „einfalt og tært eins og ljós sólar í einum lit fyrir augum þínum ... unz þú lýkur þvi upp ...“ Hannes Pétursson kemur stundum að yrkisefnum sínum á annan hátt en aðrir — og oft óvænt. Skynjun hans er næm og djúp. Náttúruskynjun hans og sterk til- finning fyrir hlutum og umhverfi, sem hann skynjar á myndrænan hátt, kemur glöggt fram í ljóðum hans og verður til þess að vekja honum þau á tungu. Um- hverfið og hlutirnir verða honum mikils- vert tæki til tjáningar, farvegur skáldlegr- ar hugsunar. Hann hverfur oft frá hinu ytra til hins innra. Myndræn skynjun og 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.