Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 96
Tímarit Máls og menningar frumleg og snjöll meðferff líkinga er mjög sterkt einkenni á skáldskap hans. Um þetta atriði má til daemis nefna Ijóð eins og „Byggðarenda", þriðja kaflann úr „Björt- um kvöldum“, „Veðurvísu", „Heima“, „Þú ein“ og „Leiðslustund". Yfir ljóðum Hannesar er að jafnaði klassískur þokki, einhver tamin hófsemi í málfari hans og lýrik, sem veldur því, að margir sakna þar ástríðuhita. Þau eiga ekk- ert skylt við goshver, en minna á upp- sprettulind. Vel get ég ímyndað mér, að sumum þyki yrkisefni Hannesar of fábreytt. En ég get ekki séð, að það breyti neinu um mat á skáldskap hans, sem ekki er annað en liann er, hvorki meira né minna. Hannes hefur reynzt sjálfum sér, reynslu sinni og hugarheimi trúr. Hann er alltaf á heimleið, af því að hann hefur ekki viljað láta það eftir sér að villast. Þess vegna er lokaerindið í Innlöndum táknrænt um, hvar hann stendur, hvert stefnir: Engii þarj aS kvíða. Nú kular úr opnum skörðum og lœkurinn hljóðnar í lautunum mér að baki. Engu þarf að kvíða klárinn fetar sinn veg stefnir inn í nóttina með stjörnu í enni. Þetta finnst mér eitt fegursta Ijóð bókar- innar, og hér er sama heila, jafnvæga til- finningin, innileg, látlaus og sönn, eins og í kvæðinu „í Reykjagarði“, enda býst ég ekki við, að það sé tilviljun, að þessi tvö ]jóð standa hvort hjá öðru í bókarlok. I tveimur rismiklum Ijóðlínum, einmitt hinum síðustu í miðhluta Innlanda, sem fela í sér snjalla, einfalda líkingu, spyr skáldið: Hverju fá orðin, öll þessi gisnu net lyft upp úr timans þungu, þytmiklu vötnum? Mér er nær að halda, að þriðji kaflinn svari þessari spurningu. Hann lyftir upp úr þess- um vötnum þeim skáldskap einum, sem sprottinn er úr og baktryggður með ná- kominni, persónulegri reynslu og viðhorf- um skálds, sem varðveitir upprunalegt eðli sitt og tilfinningalíf í heimi nútímans, sem er margt betur gefið en þyrma slíku að fyrrabragði. Ó dagar þegar heimurinn var fiskur í vörpu Ijóðsins sagði Ilannes Pétursson í Stund og stöðum. Þegar ég fletti Innlöndum, finnst mér þeir dagar ekki vera liðnir — þrátt fyrir allt. Hjörtur Pálsson. Á niörkum mannlegrar þekkingar Undanfarin hundrað ár eða þar um bil hefur sú skoðun rutt sér til rúms, að hlut- verk heimspekinnar sé orðið allt annað og minna en áður var, eftir að nútímavísindi tóku að blómgast. Nú komi þekking, er hinar ýmsu vísindagreinir veita — raun- vísindi hvers konar, mannfræði, sálfræði, félagsfræði — í stað heimspekilegra bolla- legginga. Heimspekinni er þá ekki annað eftir skilið en að fjalla urn rökfræði, orð- merkingafræði o. þ. h. og kannski vera einhvers konar tengiliður milli hinna ein- stöku vísindagreina. Eftir sem áður koma þó alltaf fram menn, sem finna köllun hjá sér til að glíma við hin miklu undirstöðu- vandamál, sem frá upphafi hafa verið helztu viðfangsefni heimspekinnar og enn liggja utan verksviðs hinna einstöku vís- indagreina. Jafnvel meðal okkar næsta óheimspekilega sinnuðu þjóðar hafa und- anfarinn hálfanannan áratug verið að birt- ast heimspekirit af þessu tagi, sem örugg- 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.