Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Blaðsíða 103
kennt við uppþornaða prófessora, enda hlýtur sú frœSikenning, sem þannig er gerð að rétttrúnaði, að fjarlægjast, þegar í tundir líða, hið strfðandi líf og tapa á- hrifamætti sínum. A þeirri rúmu öld, sem liðin er, síðan Marx og Engels mótuðu díalektíska efnis- hyggju, hefur vísindalegri þekkingu fleygt örar fram en nokkru sinni fyrr á jafnlöng- um tíma. Það má því ætla, að tímabært sé orðið að endurskoða einstök atriði í heims- mynd þeirra í ljósi nýrrar þekkingar. Þegar lærisveinn þeirra Marx og Engels, Brynjólfur Bjarnason tekst á hendur að endurmeta sitthvað í kenningum þeirra, jafnvel hin mikilvægustu atriði, og kemst að nýjum ndðurstöðum, þá er það þó vissulega meira í þeirra anda en rétttrún- aðarstefnan. Að einu leyti öðru hugsar Brynjólfur mjög í anda þessara lærifeðra sinna. Hann lítur stórum augum á hlutverk heimspekinnar, gildi hennar fyrir samtíð- ina. Ég gat þess í upphafi, að það vasri í tízku að gera lítið úr þessu hlutverki. Það mun leitun á eindregnari andmælanda þessarar skoðunar en Brynjólfur Bjarna- son er. Það er sannfæring hans, að heim- spekin varði velferð og sálarheill hvers einasta manns, það sé hennar hlutverk að leggja grundvöllinn að farsællegri lausn hins tröllaukna félagslega og siðferðilega vanda, sem mannkynið horfist nú í augu við. Til þess þarf að hans áliti nýja heims- skoðun. Á mörkum mannlegrar þekkingar er vissulega mikið afrek og hefur kostað höf- und sinn ótaldar vinnustundir. Eigi að síð- ur segir hann í formála, að þetta rit geti naumast talizt annað en formáli og þar sem því ljúki, ætti hið raunverulega verk að hefjast. Reyndar er mér kunnugt um, að hann er sjálfur kominn vel áleiðis að semja rit, sem er í heinu framhaldi af því. Gísli Ásmundsson. Umsagnir um bœkur Félagsfræði Ein þeirra fræðigreina, sem orðið hefur hornreka á Islandi, er þjóðfélagsfræðin, eða sociologi, eins og hún nefnist á erlend- um tungum. Enda þótt ekki sé ætlunin, að rekja hér orsakir þess, að svo heillandi við- fangsefni sem þjóðféiagsfræðin liefur ekki hlotið þann sess sem skyldi, er ekki út í hött að nefna þessa staðreynd. Af henni leiðir t. d., að félagsfræðilegar rannsóknir eru harla fágætar hér á landi og að hók- menntir á íslenzku um þjóðfélagsfræði eru naumast til enn þá. Tvær bækur um þetta efni hafa verið þýddar á íslenzku. Sú fyrri er stutt kynningarrit eftir enska félagsfræð- inginn J. Rumney, gefin út af Menningar- sjóði fyrir nálega þremur áratugum. Á önd- verðum s.l. vetri kom svo út bók um al- menna félagsfræði í íslenzkri þýðingu.1 Höfundurinn, Peter L. Berger, er banda- rískur prófessor í félagsvísindum, en sér- svið hans er trúarbragðaféiagsfræði. Af framangreindu að dæma getur það því talizt til tíðinda, þegar bókmenntir um þetta efni sjá dagsins ljós á móðurmáhnu. Ég tel, að val bókarinnar hafi tekizt allvel. En vissulega er vandasamt að velja úr þeim aragrúa erlendra rita, sem út koma árlega bæði austan hafs og vestan, þá bók, sem vel hentar við íslenzkar aðstæður. Félagsfræðingar í Bandaríkjunum þykja standa mjög framarlega vísindalega séð, enda hefur fræðigreininni um langan aldur verið gert hátt undir höfði við bandaríska háskóla. Hins vegar eru menn ekki á eitt sáttir um þá stefnu, sem hagnýting banda- rískrar félagsfræði hefur tekið á síðari ár- um. Ýmsir telja (og vafalaust með réttu) að félagsfræðingar láti um of nota fræði sín í þágu áróðurs og hagsmunasjónarmiða. 1 Peter L. Berger: Inngangur að fclags'- jrœði. Mál og menning 1968. Hörður Berg- mann og Loftur Guttormsson þýddu. 216 bls. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.