Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 14
Tímarit Máls og menningar búa enn á Valþjófsstað, fæðist þeim þriðji sonurinn. Hann er skírður Sig- urður, eftir föðurbróður sínum — eins og drengurinn í Fjallkirkjunni er skírður eftir sínum föðurbróður. Hann lifir enn í dag; það er Sigurður odd- viti á Ljótsstöðum. Vorið eftir flytjast þau hjón búferlum norður í Vopna- fjörð. í för með þeim eru fimm böm þeirra, þótt þau séu aðeins fjögur í Fjallkirkjunni. I öndverðum desember það ár, 1896, elur Katrín Þórarins- dóttir fjórða son sinn. Það gerist sem sagt aðeins röskum níu mánuðum áður en hún deyr. Sú staðreynd styður það enn, að hún dó ekki af barns- förum, þótt það væri ekki óræk sönnun út af fyrir sig. Þessi drengur var skírður Jón. En honum varð ekki langra lífdaga auðið. Hann dó í febrúar 1897. Það hefur verið áfall, sem kann að hafa fækkað ólifðum dögum móð- ur hans. Gunnar Gunnarsson telur þannig systkin sín ekki „rétt“ í Fjallkirkjunni, svo að æðimargt fleira kynni þá að fara milli mála; og dauða móður hans bar að höndum með öðrum og væntanlega ódramatískari hætti en andlát Sesselju Ketilbjarnardóttur — hann skýrir „rangt“ frá honum. Samt má spyrja hvort uppistaða kaflans, sem hér um ræðir, sé ekki reist á raunsönn- um atburðum: fæðingu Jóns litla í desember 1896 og banalegu Katrínar Þórarinsdóttur í september 1897. Skáldið má vel muna hvortveggja tíð- indin og kynni að snúa þau saman í einn þráð í verki sínu, því verki sem hann hefur á einum stað skilgreint sem „leik hugans að staðreyndum“. Og þó er það ekki nákvæm skilgreining. Fjallkirkjan er margvíða einskær leik- ur hugans. Utmálun myrkursins í dánarkaflanum, jafnt í hug sem húsi, er til dæmis ekki leikur að staðreyndum, heldur sú skáldlega íþrótt sem Gunnar Gunnarsson hefur fengið þar sem hann situr við skrifborð sitt í Grantofte nærfellt þrjátíu árum síðar — það er sú mögnun andrúmsloftsins, er hann hefur á valdi sínu fullþroska skáld. A sama hátt er myndin af Beggu gömlu á loftskör helvítis ekki heimild um hugarflug skáldsins á bernskualdri, held- ur á þeim dögum sem hann festi þessa frásögn á blað í dönskum lundi löngu síðar. Hér hafa þá verið tínd til fáein atriði, sem sýna hvernig Gunnar Gunnarsson smíðar óskapaða atburði í Fjallkirkjunni, en hagræðir öðrum að vild — og gildir það jafnt um smæstu og stærstu viðburði verksins. Ég hef aðeins gefið ábendingar um vinnubrögð hans og viðskipti við sannfræðina; það er hægt að halda lengra áfram á sömu braut, ef einhverjum þætti það nógu forvitni- legt til að vera ómaksins vert. Ég vona, að þessar athuganir geti orðið til að 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.