Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 47
Minn trúnaður er ykkar trúnaður legs nútímamáls. Athyglivert er sérstaklega, hversu víða má finna í Ijóðum hans andblæ heiðni og víkingskapar. Skulu hér örfá dæmi nefnd af handa- hófi: „draga blóðrún í nóttina“, „dynskógar norna“ (/ svörtum kufli); „rísta blóðörnu“, „fnykur drauga“, „goðin gröm“ (Tannfé handa nýjum heimi); slík dæmi eru færri úr síðari bókunum, en nefna má: „hrímaður vargsfeld- ur“. (Lifandi manna land), „brávöllur þrumir“ (Lángnætti á kaldadal); „renna göndum“, „reisa streingleik“ eða „vættur kveður á skjá“ (Jórvík). II Eitt helsta ljóðskáld íslendinga núlifandi, Jóhannes úr Kötlum, komst þann- ig að orði í grein er hann reit um íslenska nútímaljóðlist: „Enda þótt sam- tímadómar — og raunar allir dómar — séu meira eða minna skeikulir, þá finnst mér einhvernveginn að íslenzk ljóðlist standi nú í einkennilegum blóma. En jafnframt er hún stödd í tvímælalausum vanda“. Þessi orð munu sannmæli. Á undan förnum árum hefir komið fram hér á landi hópur ungra skálda er fer eigin leiðir sínar við að takast á við vandamál sín og samtím- ans af fullri einlægni. Á hinn bóginn hafa ljóð þeirra þótt alltorskilin og „einkennileg“, enda hrjóta hin ungu skáld þær njörvuðu reglur er gilt hafa um ljóðlist hérlendis um aldir. Menn hafa ymprað á ýmsum skýringum þessara gjörtæku umskipta, og mun sú almennust að hér sé apað eftir erlendri tísku er ekkert erindi eigi inn fyrir íslenska landsteina; og sé hér um hið háskalegasta strandhögg að ræða. í ritdómi um eina ljóðabóka Þorsteins frá Hamri segir þannig: „Hvað er það svo, sem veldur því, að slíkur skeiðhestur víxlar? Það skyldi þó ekki vera klaufaskapur vitlauss tíðaranda ...?“ Sé áróðrar- og andstöðuviðhorf- ið sniðið af þessari skýringu má nefna hana bókmenntasögulega skýringu, enda er gert ráð fyrir að um bókmenntaleg áhrif sé að ræða. Og vissulega hittir slík skýring í mark. Allt frá síðara hluta 19. aldar hefir erlend ljóðlist eigi síður staðið með „einkennilegum blóma“ en hin íslenska síðustu árin, og um hana hefir ekki síður staðið styrr. Þau nýmæli sem íslensk nútíma- ljóð bera á sér sýna einnig svo að ekki verður um villst áhrifin og tengslin, enda hníga og að þessu eigin orð skáldanna. Samt sem áður hrekkur þessi skýring ekki til ein saman að leysa úr vand- anum. Ef svo væri, er nefnilega enn ósvarað þeirri spurningu, hví umbreyt- ingarnar urðu ekki fyrr á íslenskri ljóðagerð. Erlendis hafa þær þegar hafist fyrir síðustu aldamót og hafa gengið yfir um 1920. Þá eru og fyrir hendi dæmi þeirra í íslenskri ljóðagerð áður en þeirra tekur að gæta svo að nokkru 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.