Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 79
ViS höfum allÍT fariS í frakkann hans Gogols“ uð bók. Hann miklar fyrir sér hætturnar og þykist sjá óvini, illa anda og meira segja Satan sjálfan hvarvetna í myrkviðinum. Það er ekki ofmælt, að allt líf Gogols sé óslitið varnarstríð við vægðarlausa fjendur og ofsækj- endur. Honum finnst hann vera miskunnarlaust aðþrengdur og ofsóttur og hann bítur því frá sér sem bezt hann getur. Engan brodd er að finna í kímni Gogols í Kvöldvökunum, enda er hún þar græskulaus að heita má, en eftir útgáfu þeirra fer hann að brýna hrodd- inn svo um munar. í Mirgorod eru fjórar sögur, sem skipta má í tvo flokka eftir efni, fram- setningu og listviðhorfi. Tvær þeirra, þ. e. Taras Bulba og Viy eru háróman- tískar, þar sem aftur á móti Bændur af gamla skólanum og Saga um deilumál Ivans ívanovitshs og ívans Nikiforovitshs sverja sig í ætt við ósviknustu raunsæisverk. Efnið í Taras Bulba hefði getað verið sótt í sögukvæði eða gamlan dans. Eins og margan rekur minni til þá segir þar frá gömlum Kósakka-foringja, sem vegur sinn eigin son, er hafði gengið í lið með óvinunum vegna ofur- ástar á pólskri þokkagyðju og hafði fyrirgert heiðri sínum og mannorði fyrir bragðið. 011 frásögnin gneistar af lífsfjöri og sumir kaflarnir eins og t. d. nóttin á sléttunni, hungursneyðin í umsetnu borginni, lýsingarnar á lífi Kósakkanna í Syetsh og hlóðugum bardögum þeirra við óvininn, eru ó- gleymanlegir. Það sætir því engri furðu, að vitnað sé til þessa verks sem Iliónskviðu Kósakkanna. Sagan um Deilumál ívans ívanovitshs og ívans Nikiforovitshs er ekki efnismikil, en þótt efnið sé lítið þá er það samt sem áður fengið að láni, en það sem mest er um vert þá er svo snilldarlega á því haldið, að það er hrein unun að lesa þetta. Eins og rússneski ritdómarinn, Eichenbaum, segir á einum stað, þá er Gogol lagið að sameina það sem ósameiginlegt má heita með því að gera stækkaða mynd af því, sem er litið, en smækkaða mynd af því, sem er stórt, og kemur það glöggt fram í ofangreindri sögu svo og í Dagbók vitfirrings og síðast en ekki sízt í Frakkanum. Svo við víkjum aftur að sögunni um nafnana, þá fjallar hún imi tvo aldavini, sem fóru að munnhöggvast út af engu og hófu síðan grátbrosleg málaferli, sem aldrei tóku enda, en rændu þá hins vegar allri orku og aur- um, lífsgleði og sálarró. Þar sem Gogol er tamt að einblína á skuggahliðar lífsins, þá eru þverbrestir í skapgerð náungans kærkomnasta viðfangsefni hans. Mannlýsingar Gogols minna helzt á myndir stórmeistara brezkra skop- teiknara, Hogarth eða Daumier eða jafnvel Goya. Þessir listamenn eru allir 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.