Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Síða 81
„ViS h'ófum allir jariS í frakkann hans Gogols“ Khlestakov, aðalpersónunni í Eftirlitsmanninum, vegnar aftur á móti ó- líkt hetur en flestum andlegum afkvæmum Gogols, enda kann hann bæði brögð og leiki sem duga í þeirri refskák, sem mönnum er eiginleg í sam- skiptum. Khlestakov er ekki aðeins bragðarefur, heldur líka vindhani og fj árhættuspilari í þokkabót eða í einu orði sagt alhliða þorpari. Efni leiks- ins er listilega óflókið og einfalt. Ekki blæs að vísu byrlega fyrir Khlestakov fyrst í stað, þar sem hann dvelur aumur og auralaus í óþekktri borg og eygir enga leið út úr sínum vanda. Hann á ekki grænan túnskilding í eigu sinni, sá síðasti fór í fjárhættuspili, og reikningurinn á gistihúsinu er ógreiddur og hans vegna má búast við heimsókn lögreglunnar á hverri stundu og getur það hakað honurn bæði tafir og óþægindi. Honum bregður því í brún, þegar borgarstjórinn sjálfur birtist í dyrunum, en til allrar hamingju reynist er- indi hans annað en Khlestakov hugði í fyrstu og léttir honum ekki lítið við það. Ahöld er um það hvor þeirra hefur hreinni samvizku Khlestakov eða borgarstjórinn. Sá síðarnefndi hefur nefnilega fengið veður af því, að eftir- litsmaður frá höfuðborginni sé kominn til borgarinnar til að endurskoða horgarreikningana og kanna fjárreiður hennar til hlítar. Það fylgdi líka sögunni, að til þess að rannsóknin bæri tilætlaðan árangur, þá ætti eftirlits- maður þessi að koma embættismönnunum í opna skjöldu og gerði því ekki hoð á undan sér. Borgarstjórinn er sannfærður um, að Khlestakov sé enginn annar en þessi óvelkomni gestur, eftirlitsmaðurinn óþekkti, sem öllum skýtur skelk í bringu. Mútur eru boðnar og þegnar með þögn og þökkum. Khlestakov eru sýnd mannvirki og minnisvarðar, dýrar veizlur eru haldnar honum til heiðurs. Dekri borgarbúa og smjaðri eru engin takmörk sett, enda fer svo að lokum, að hann trúlofast dóttur sjálfs borgarstjórans. Þjónninn, sem er Khlestakov sjálfum klókari, bendir húsbónda sínum á þau gamalreyndu sannindi, að bezt sé að hætta hverjum leik þá hæst hann fer. Hann kveður því unnustuna, borgarstjórann og aðra embættismenn með uppgerðarsöknuði, skipar þjón- inum að spenna hestinn fyrir vagninn og Khlestakov stígur upp í með vasana úttroðna af peningum og þeir aka hurt á fleygiferð, enda ekki seinna vænna, af því að nú birtist hinn eini og sanni eftirlitsmaður í öllum sínum ægilega myndugleik og á því endar leikurinn. Eftirlitsmaðurinn var frumsýndur 19. apríl 1836 í Pétursborg við frá- bærar undirtektir lærðra sem ólærðra. Sagt er, að Nikulás 1. Rússakeisari hafi meira að segja ráðlagt ráðherrum sínum að sjá leikinn, ef vera kynni að einhver þeirra væri nógu skynsamur til að draga af honum lærdóm. 175
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.