Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 85
„ViS höjurn allir fariS í frakkann hans Gogols“ ekki orð yfir þetta fáheyrða uppátæki mannsins. Söguhetja okkar bíður ekki boðanna heldur forðar sér í tæka tíð og á því endar fyrsta bindi Dauðra sálna og um leið því eina, sem Gogol vannst tími til að fullgera. Auðsætt er, að Dauðar sálir eru annað og meira en ádeila á þrælkun land- seta og átthagafjötra. Það vakir síður fyrir Gogol að benda á læknisráð við þjóðfélagsmeinum, sem eru meira eða minna tímabundin og tilviljunarkennd, heldur en hitt að brjóta mannlega náttúru til mergjar og tæta vægðarlaust í sundur einstaka þætti hennar. Ekki gefur Gogol okkur glæsilegan vitnis- burð, enda virðist niðurstaðan vera helzt sú, að við séum jafnfjarri full- komnun og jörðin sólinni, svo auðvirðilegir, lágkúrulegir, latir og sljóir erum við að hans dómi. Við erum ekki sjálfstæðar, hugsandi verur, heldur vindhanar, sem snúast fyrir hægustu loftstraumum. Svo margt virðist vera bogið við mannlífið, að það sé naumast þess virði að lifa því. Lífsskoðanir Gogols auðkennast að vissu marki af raunamæðu og bölsýni, sem er ekki endilega missýn, þótt sumum kunni að þykja hún fullýkt á stundum. A einum stað lét Gogol eftirfarandi orð falla: „Þeir sem hafa reynt að kryfja skáldgáfu mína, hafa ekki komið auga á mitt sanna eðli að Púshkin einum undanskildum. Hann sagði að enginn annar rithöfundur væri búinn jafnmiklum hæfileikum og ég til að gera lágkúru lífsins jafneftirminnileg skil, að draga fram smásálarskap hversdagsmanna, lýsa fáfengileik þeim og smámunum, sem að jafnaði enga athygli vekja.“ Lífsviðhorf Gogols á rót sína að rekja til þunglyndis hans og móðursýki. Ekki var það flís heldur bjálki, sem hann sá í auga bróður síns, en hann sá bann líka í eigin auga, og það er einmitt af þeirri ástæðu sem honum verður svo tíðrætt um þverbresti náungans og lesti og svo starsýnt á þann sora og óheilindi, sem mannfólki fylgir, fólki, sem Gogol gat aldrei gert að samferða- fólki sínu á lífsleiðinni. Hann fór sínar eigin leiðir og í því er ef til vill fólgin ógæfa hans sem einstaklings en um leið gæfa sem listamanns. Sumum kann að þykja þessi skýring helzti einföld, en þó hún sé aldrei nema einföld, þá er ekki loku fyrir það skotið, að hún geti verið sönn þrátt fyrir það. Gogol unir sér hvergi. Eirðarlaus reikar hann land úr landi. Fóstra hans, Rómaborg, sem hann hafði þó bundizt tryggðarböndum, megnar ekki einu sinni að halda í hann þegar til lengdar lætur og lífsleiðinn hrifsar hann burt úr faðmi hennar. „Það eina sem vex fyrir allra augum er ömurleikinn í sinni hrikalegustu mynd“, skrifaði hann 1847 „hann vex og vex og tekur á sig ótal gervi dag eftir dag. Ó, drottinn! Hversu innantóm og skelfileg er veröld þín orðin!“ 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.