Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 110
Tímarit Máls og menningar London haustið 1946. Ráðstjómarríkin skárust þá úr leik. 011 meginatriði stofn- skrárdraga Bandaríkjanna samþykkti nefnd- in og bætti 'við' þau kapítula um efnahags- lega framvindu. Frá orðalagi fáeinna greina né tilhögun atkvæðagreiðslna hafði nefndin ekki gengið, þegar fundum hennar lauk. Undirnefnd, sem hún hafði skipað, lauk því verki snemma árs 1947. Banda- ríkin buðu löndunum, sem áttu sæti í und- irbúningsnefndinni, til ráðstefnu í Genf um lækkun tolla, þegar nefndin kæmi þar öðru sinni saman til funda. 2. GertS Alhæfu samþykktarínnar um tolla og verzlun Sumarið 1947 sömdu tuttugu og þrjú lönd um lækkun tolla í Genf, um leið og þau lögðu síðustu hönd á stofnskrá, eða öllu heldur á tillögu sína að stofnskrá, fyrirhugaðrar Alþjóðlegrar viðskiptastofn- unar, en við hana luku þau 22. ágúst. Heimsverzlunin var að meira en tveimur þriðju hlutum í höndum þessara tuttugu og þriggja landa. Um lækkun tolla á sérhverri vöru um sig sömdu tvö lönd í senn. Annað landið var ávallt helzti seljandi umræddrar vöru til hins landsins. Umsamdar lækkanir tolla giltu jafnframt fyrir hin löndin tuttugu og eitt. Að skjótum árangri stuðlaði, að full- trúar margra landa ræddust við samtímis um tolla á fjölmörgum vörum. Fjölluðu löndin um tolla á um fimmtíu þúsund vör- um. Samkomulag varð þeirra á milli um lækkun tolla á tveimur þriðju hlutum vöruviðskipta þeirra. Niðurstöður viðræðn- anna voru staðfestar 30. október 1947 í skjali, Alhæfu samþykktinni um tolla og verzlun. I Alhæfu samþykktina voru sett ákvæði til tryggingar því, að aðildarlöndin vægju ekki upp á móti lækkun tolla með setningu hafta á viðskipti eða með misjöfnun við- skiptalanda. Ákvæðin voru sniðin eftir fyrirmælum tillagna landanna að stofnskrá fyrirhugaðrar Alþjóðlegrar viðskiptastofn- unar. í þeim skuldbundu löndin sig til að leggja ekki á misháa tolla eftir því, hvert land ætti í hlut, né takmarka umfang við- skipta við lönd með reglugerðum um inn- flutning né með neins konar skattlagningu né með gjaldeyrisskömmtun né með ríkis- verzlun. Um hnútana var þannig búið, til að meginhluti heimsviðskiptanna færi fram samkvæmt meginreglunni, að öll lönd nytu beztu kjaranna, sem einhverju þeirra hefðu verið veitt. 3. Stofnskrá fyrirhugaðrar Alþjóðlegrar viðskiptastofnunar Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um verzlun og atvinnu kom saman í Havana 21. nóvember 1947. Fulltrúa á ráðstefnuna sendu fimmtíu og sex lönd. Vanþróuðu löndin, sem fulltrúar frá Suður-Ameríku höfðu helzt orð fyrir, gagnrýndu tillöguna að stofnskrá fyrirhugaðrar Alþjóðlegrar viðskiptastofnunar, sem hafði verið lögð fyrir ráðstefnuna. Þau æsktu undanþágu- ákvæða um tollaívilnanir, innflutningshöft og misjöfnun landa í viðskiptum. Þau lögðu einnig til, að innan vébanda fyrir- hugaðrar Alþjóðlegrar viðskiptastofnunar starfaði nefnd að efnahagslegri framvindu. Á þessi ágreiningsmál var sætzt fyrir mála- miðlun eftir langvinnar umræður, nema á tillöguna um nefnd um efnahagslega fram- vindu. Hún hlaut ekki framgang. Ráðstefn- an samþykkti stofnskrá Alþjóðlegrar við- skiptastofnunar 24. marz 1948. Rikisstjóm- um aðildarlandanna að ráðstefnunni var send stofnskráin til staðfestingar. í stofnskránni voru settar þessar megin- reglur um viðskipti milli landa: „að höft á viðskiptum önnur en tollar skuli verða niður felld eða úr þeim dregið; 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.