Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 119
UmsagnÍT um bœkur starfsemi hans í hinni íslenzku stúdenta- pólitík, sem sneri að málefnum íslands sér- staklega. Leynifélagið Velvakandi og brœS- ur hans, sem Skúli stofnaði ásamt nokkr- um öðrum íslenzkum Hafnarstúdentum, varð sá vettvangur, er mótaði í ríkum mæli síðari pólitíska starfsemi Skúla Thorodd- sens, en sýnilegt er einnig, að í stjórnmála- legu uppeldi hans hefur gætt ríkra áhrifa frá hinum róttækari vinstri mönnum í Dan- mörku, og sósíalisminn hefur ekki heldur verið fjarri manni, sem flutti erindi um þetta nýstárlega efni í íslendingafélaginu í Kaupmannahöfn. Það er vitað, að Skúli sótti háskólanámið mjög fast og lét fátt trufla sig frá lögfræðinni, en hann varð þó aldrei slíkur kúristi, að hann gæfi sér ekki tíma til að hlusta á rödd samtímans, enda tæpast unnt ungum manni, sem dvaldi í Danmörku á þessum miklu umbrotaárum, er lágstéttirnar, bændur og verkamenn, sóttu sem ákafast að pólitísku valdakerfi gósseigenda og íhaldssamra háembættis- manna. Það er þá líka auðsætt af þeim heimildum, sem til eru um Velvakenda- félagið, að það ber æði mikinn keim af þeirri valdabaráttu, sem háð var í stjóm- málum Danmerkur á háskólaárum Skúla. Þegar betur er að gáð má greina það ber- lega af túlkun Jóns Guðnasonar, að Skúli Thoroddsen og kynslóð sú, sem kvaddi sér hljóðs í Velvakendafélaginu, marka tíma- mót í íslenzkri stjómmálabaráttu svo sem hún birtist meðal Hafnarstúdentanna. Á þeim árum er Jón Sigurðsson hafði forustu meðal íslenzkra stúdenta beindist baráttan nálega óskipt að hinu danska valdi í Kaupmannahöfn. Þar var um að ræða þjóð- emisbaráttu út á við í hreinni mynd. Geirn- um var ekki stefnt að innlendum aðilum nema í fáeinum tilvikum, þegar hnútum var kastað í hinar konungkjörnu hræður alþingis. Þetta stafaði ekki sízt af sögu- legu þroskaleysi íslenzks þjóðfélags, þar sem stéttaskipting og atvinnuskipting var enn mjög skammt á veg komin og alþingi var ekki búið meira valdi en dönsku ráð- gjafaþingin á dögum einveldisins. Þetta breyttist æði mikið á síðasta aldarfjórð- ungi 19. aldar þegar alþingi hafði fengið löggjafar- og fjárveitingarvald, þótt það væri í reynd af skornum skammti. í sama mund færðist stéttaskiptingin í fastara mót og félagsleg verkaskipting lét meira til sín taka. Fyrir þessar sakir beindist hin póli- tíska óánægja þjóðarinnar ekki eingöngu að hinu útlenda valdi, heldur leitaði hún einnig inn á við, að innlendum aðilum, sem fóru með það (að vísu takmarkaða) vald, er danska herraþjóðin hafði skammtað ís- lendingum. Þegar nokkur skriður er kom- inn á þessa þróun taka nýjar hugmyndir að kvikna meðal íslenzkra menntamanna í Kaupmannahöfn. Velvakendur rísa upp gegn hinni smáborgaralegu yfirstétt, sem er að vaxa upp í landinu, þeir vilja „særa og eyðileggja broddana og allar brodda- klikkur, hvort sem þær eru í Reykjavík eða hér“ (þ. e. í Kaupmannahöfn), eins og Finnur Jónsson kemst að orði í bréfi til föður síns. Þeir ætla ekki að hlífa alþingis- mönnum né embættismönnum, og því sem þeir kalla „Víkurvaldið“, þ. e. landshöfð- ingjavaldið, og öllu sem því fylgdi skyldi heldur engin miskunn sýnd. Það var ekki sízt í því síðasttalda efni, að Skúli Thor- oddsen markar tímamót í pólitískri ádeilu og baráttu á íslandi þegar hann var seztur að hér heima embættismaður í góðri sýslu. Segja má, að hann hafi verið einn af þeim fáu „bræðrum" er hélt uppi merki Velvak- enda eftir að hann var orðinn konunglegur embættismaður, hinn höfðingjadjarfi stúd- ent lét ekki beygja sig af veitingarbréfinu. Þeir atburðir, sem tengdir eru „Skúla- málinu" eru því fjarri því að vera eingöngu persónulegs eðlis, heldur ristu þeir djúpt niður í svörð íslandssögunnar, urðu stór- 213
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.