Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 120
Tímarit Máls og menningar pólitískt mál, er varðaði almenn borgaraleg réttindi íslenzkra embættismanna og frjáls- ræ'ði þeirra í stjórnmálalegri starfsemi. í þessu fyrra bindi ævisögu Skúla Thor- oddsens ver Jón Guðnason 300 bls. í Skúlamálið, og önnur málaferli, er fylgdu í kjölfar þess, en alls er bókin um 440 bls. Það er sannarlega ekki lítið þrekvirki að pæla í gegnum dómskjölin í öllu þessu flókna málaþrasi, svo mikil sem þau eru að vöxtum. Heimildir þessarar dómsmálasögu hafa ekki alltaf verið skemmtilegar yfir- lestrar, en með mikilli natni hefur höfund- urinn greitt úr flækjunni og það sem meira er: maður les þetta málastapp af óbland- inni ánægju og áhuga. Jóni Guðnasyni hef- ur tekizt, þótt ekki sé hann lögfræðingur, að gera hinu margflókna máli og fylgimál- um þess ljós skil og þegar bezt lætur er frásögnin spennandi eins og vel skrifuð sakamálasaga, enda er upphafið morðmál, sem réttvísin höfðaði gegn Sigurði Jóhanns- syni, kallaður skurður. Meðan á réttarhöld- unum stóð setti Skúli Thoroddsen sýslu- maður sökudólginn tvisvar upp á vatn og brauð, og það var þessi úrskurður yfir- valdsins er gaf landshöfðingja, Magnúsi Stephensen tilefni til að fá íslenzka ráðu- neytið til að láta fara fram rannsókn á meðferð Skúla á þessu máli. Síðar var rannsókn gerð á allri embættisfærslu hans og framkomu hans sem dómara í öðrum málum, og var honum vikið frá embætti meðan á rannsókn stæði og mál það sem höfðað yrði gegn honum væri í meðferð dómstólanna. Rannsóknin og málaferl- in tóku á annað ár og lauk með því, að Hæstiréttur í Kaupmannahöfn dæmdi Skúla sýknan af ákæru sóknaraðila. Þetta var mikill persónulegur sigur Skúla Thor- oddsens. Hitt skipti þó kannski meira máli, að hér var unninn pólitískur sigur fyrir hönd allra þeirra, er voru konunglegir emb- ættismenn á íslandi. Því að það varð öll- um ljóst að málaferlunum loknum, að máls- höfðunin gegn Skúla Thoroddsen var póli- tísk ofsókn gegn manni, sem reynzt hafði óþjáll landsstjórninni. Skúli Thoroddsen hafði ekki verið sýslu- maður nema í eitt ár á ísafirði er hann tók að gefa út blaðið Þjóðviljann. Blað þetta lét sér ekki nægja að deila á Dani og dönsk stjómarvöld, heldur var það æði harð- skeytt gegn landshöfðingja, hinum óábyrga fulltrúa hins danska íslandsráðherra, gegn „Víkurvaldinu", sem Velvakendur höfðu kallað svo. Hér var því haldið áfram þeirri stefnu, er þessi róttæki hópur Hafnarstúd- enta hafði markað og talið nauðsynlega á þeim árum, er Skúli var við nám á háskól- anum. Það hafði ósjaldan borið við á síðari hluta 19. aldar eftir að þingbundin kon- ungsstjórn var komin á í Danmörku, að ríkisstjómin danska ofsækti embættismenn og viki þeim úr starfi. Þessar ofsóknir tóku einnig til Islands. Frægasta dæmi um það var sú ákvörðun dönsku ríkisstjórnarinnar að banna Jóni Guðmundssyni ritstjóra op- inber störf og embætti í löndum Danakon- ungs vegna framkomu hans á þjóðfundin- um 1851. Þessi afstaða ríkisvaldsins gagn- vart embættismönnum, sem óþjálir voru í pólitískum efnum, birtist greinilega í bréfi Magnúsar Stephensens landshöfðingja, er hann skrifaði ráðuneytinu fyrir Island 30. marz 1895, þegar Skúlamálinu var lokið fyrir Hæstarétti. Þar leggst landshöfðingi mjög gegn því, að Skúli verði settur í sama sýslumannsembætti og áður og ber það fyrir sig, að hann hafi haft tilhneigingu til að gefa sig að málum, sem eru óskyld embættisstöðu hans, svo sem ritstjóm blaðs og kaupfélagsstjóm, „en sér í lagi hefur hann jafnt og þétt haldið fram harðsnúnum pólitískum æsingum í fjandsamlega stefnu gagnvart stjórninni". Landshöfðingi segir einnig í sama bréfi, „að veiti stjómin fulla 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.