Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 121
Umsagnir um bœkur uppreisn manni eins og Thoroddsen, sem hefur sett sér það fyrir mark og mið aS vekja óánægju hjá þjóðinni með athafnir stjómarinnar og beinlínis gert sér far um að sýna yfirboðurum sínum lítilsvirðingu, mundi það hrjóta niður alla hlýðni og virðingu hjá undirgefnum embættismönn- um gagnvart yfirboðurum sínum.“ Þess voru mörg manna dæmin á íslandi á 19. öld, að hinir róttæku Hafnarstúdent- ar urðu undirgefnir embættismenn gagnvart yfirboðurum sínum þegar heim var komið. Það er auðvelt að hneykslast á þessu. En hins vegar má þó geta þess, að lengst af áttu íslenzkir menntamenn ekki annars úr- kosti en gerast konunglegir embættismenn. Borgaralegt þjóðfélag á íslandi var svo vanþroskað, að menntamenn vorir höfðu ekki í annað hús að venda en embættið. Danskir menntamenn voru að þessu leyti miklu betur í sveit settir: þeim stóðu til boða fjöldamargar h'fsstöður í borgaralegu þjóðfélagi og þurftu ekki að lúta veitingar- valdi ríkisins einvörðungu. Skúli Thorodd- sen var einn af þeim fáu embættismönn- um á seinasta fjórðungi 19. aldar, sem reis öndverður gegn ríkjandi máttarvöld- um og bar sigur af hólmi lagalega og sið- ferðislega, þótt ekki fengi hann aftur hið fyrra embætti sitt. Hann varð því mikið fordæmi öðrum Islendingum, sem áttu allt undir konunglegri náð og embættisbréfi. Fyrir þá sök var Skúlamálið mikilvægur þáttur í almennri lýðréttindabaráttu á ís- landi. Hitt er svo önnur saga, að málaþras þetta hefur án efa veitt honum áverka, sem lítt vildu gróa. Hann varð ómannblendnari og innhverfari eftir Skúlamálið og senni- lega hefur þetta haft nokkur áhrif á stjóm- málaferil hans síðar meir. Jón Guðnason lýkur þessu bindi ævisög- unnar þegar Skúlamálið er um garð gengið. í næsta bindi mun hann rekja stjómmála- feril Skúla, alþingissögu hans og afskipti hans af félagsmálum og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. En með þessu fyrra bindi hefur Jón Guðnason unnið mikið afrek og gott í íslenzkri sagnfræði. Frásögn hans öll er hlutlæg, án oflofs og níðs. Hann skrifar óvenjulega tæra íslenzku, án allrar tilgerðar, allur blær bókarinnar er á þá lund, að hún vekur traust þess, sem les, á því, sem frá er sagt. Og því bíður maður framhaldsins með óþreyju. Sverrír Kristjánsson. Klettabelti fjallkoiiuunar Klettabelti fjallkonunnar er heildarútgáfa af Ijóðum Jónasar Svafárs.1 Bókin er í þrem hlutum og bera tveir fyrstu hlutamir sömu nöfn og áður útkomnar bækur liöf- undarins: Það blæðir úr morgunsárinu og Geislavirk tungl. Ekki er þó um beina endurprentun að ræða, því bæði hefur höfundur gert breytingar á sumum ljóð- unum, og einnig er þeim skipt nokkuð á annan veg milli bókarhluta, eða þannig að hér er fremur um að ræða kaflaskiptingu í heildarverki en sjálfstæðar bækur. Síðasti hlutinn er samnefndur bókinni, og em þar þrjú ljóð ort árið 1967 og hafa ekki birzt áður í bók, og tvö ljóð eldri bæði ort 1952, og vel þekkt áður. Þessi kaflaskipting er ekki gerð útí blá- inn, því líta má á hvem kafla sem sérstaka heild. I fyrsta kaflanum eru eingaungu rímuð Ijóð og á annan hátt hefðbundin. (Þótt stuðlasetning sé ekki alltaf gerð fyrir rétt brageyra.) Þessi Ijóð era flest dálítið persónuleg að efni, þannig að mig gmnar að þau eigi upphaf sitt í liðinni reynslu 1 Jónas E. Svafár, Klettabelti fjallkonunn- ar. Teikningar kvæði og Ijóð. Helgafell 1968. 98 bls. 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.