Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 15.01.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Það ríkti eftirvænting á Völl­ unum á miðvikudaginn í síðustu viku því þá ætlaði innanríkis­ ráðherra, Ólöf Nordal, að gera tilraun til lendingar á Boeing 757. Í risastóru húsi við Flugvelli hefur Icelandair komið fyrir nýjum glæsilegum flug hermi þar sem öll þjálfun flug manna félagsins mun nú fara fram. Í þessum flughermi fékk innanríkisráðherra að setjast í flugmannssætið og með aðstoð flugstjóra lenti hún Boeing 757 flugvél heilu og höldnu í New York. Aðstæður í flugherminum eru mjög raunverulegar og útsýnið þegar komið er inn til lendingar magnað og raunverulegt. Það eina sem flugmennirnir fá ekki í flugherminum er þjónusta flug­ freyjanna og þurfa því að sækja sitt kaffi sjálfir. Hins vegar gefst eflaust lítill tími til kaffidrykkju því flughermirinn verður mikið notaður að sögn Þorgeirs Har alds­ sonar yfirflugstjóra hjá Icelandair. Segir hann að stefnt sé að því að hann verði notaður frá því eldsnemma á morgnana og jafnvel fram á nóttina. Þörfin er mikil hjá Icelandair sem hefur fjölgað sínum flugmönnum mikið auk þess sem stefnt sé að því að selja tíma til erlendra flugfélaga þegar álagið er minna, t.d. yfir hásumarið og jafnvel á næturna. Flughermirinn er með mjög fullkomnum myndvörpum sem líkja eftir útsýni úr flug stjórnar­ klefa og á tjökkum sem hreyfa hann og skapa þá tilfinningu hjá flugmönnum að þeir séu að fljúga við raun verulegar að stæð ur. Flughermir af þessari gerð hreyfist á tjökkum sem eru raf­ drifnir í stað vökva drifinna tjakka sem eldri flug hermar hreyf ast á. Flughermirinn er í fyrsta áfanga þess húsnæðis sem byggt verður á Flugvöllum 1 en alls er gert ráð fyrir rúmlega 4 þúsund fermetra húsnæði á um 1.800 fermetra grunnfleti. Í næsta áfanga eru áhafnarherbergi, kennslustofur og fl. en skrifstofur eru áætlaðar í austasta hlutanum. Lóðin er tæpir 43.000 fer metrar sem gefur möguleika á aukinni uppbyggingu síðar. Alls er gert ráð fyrir 298 bílastæðum á lóðinni við Flugvelli sem er í raun engin gata því ekið er inn á lóðina frá Selhellu. Ólöf Nordal skemmti sér vel við stjórnvölinn. New York lending í Hafnarfirði Nýr flughermir tekinn í notkun á Flugvöllum Flughermirinn er gríðarstór og færist hratt til á rafdrifnum tjökkum sem líkja eftir hreyfingum á flugi.Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, Birkir Hólm Guðna son, framkvæmdastjóri Icelandair, Hilmar B. Baldursson, flug rekstr ar­ stjóri og Ólöf Nordal innanríkisráðherra klippa á borðann. Það fór vel á með þjálfunarflugstjórum Icelandair og Unni Láru Bryde bæjarfulltrúa og flugfreyju hjá Wow air. Þorgeir Haraldsson yfirflugstjóri hjá Icelandair. Ert þú ekki gera ekki neitt týpa? Motus ehf. er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfustjórnunar (Credit Management Services). Hjá Motus starfa rúmlega 140 starfsmenn á 12 starfsstöðvum um land allt. Meðal viðskipta- vina Motus eru m.a. fjölmörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Motus er samstarfsaðili Intrum Justitia, sem er markaðsleiðandi fyrirtæki í Evrópu á sviði kröfustjórnunar. M O T 01 15 -0 4 Hafnarfjörður - Þjónustufulltrúi Motus leitar eftir þjónustufulltrúa í Greiðendaþjónustu á nýja skrifstofu fyrirtækisins í Firði, Hafnarfirði. Starfið felst í almennri vinnslu innheimtumála á milliinnheimtu- og lögfræðisviði. Reynsla af skrifstofu- og/eða bankastörfum er kostur. Helstu verkefni • Afgreiðsla og upplýsingagjöf til greiðenda • Símsvörun og hringingar í greiðendur • Gerð samninga og greiðslusamkomulaga • Ýmis skjala- og tölvuvinnsla Hæfnisþættir • Framúrskarandi samskiptahæfileikar • Þjónustulund • Nákvæm vinnubrögð • Góð almenn íslensku- og tölvukunnátta Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg D. Hjaltadóttir, starfsmannastjóri Motus, í síma 440 7122. Vinsamlegast sækið um á heimasíðu okkar, www.motus.is. Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2015. Ráðið verður í starfið sem fyrst.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.