Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 15.01.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Leiðrétting Vegna greinar í síðasta blaði um stjórnsýslukæru vegna samþykktar byggingar full trúa skal tekið fram að það sem haft var eftir Gunnari Erni Frið riks­ syni var úr stjórnsýslukærunni sjálfri. Fjarðarpósturinn hafði það ekki beint eftir Gunnari Erni eins og mætti skilja við fram­ setningu fréttarinnar. Er beðist velvirðingar ef það hefur valdið misskilningi. Þá hefur byggingarfulltrúi upplýst að aðalhönnuður hússins Afgreiðsla byggingar­ fulltrúa var ekki röng Í tilefni greinar í síðasta blaði Fjarðarpóstsins um ranga af ­ greiðslu byggingarfulltrúa Hafn­ arfjarðar skal tekið fram að málið snýst um deilur núverandi og fyrri húseigenda, og á byggingarfulltrúi þar enga aðkomu. Aðdrag­ andi málsins var sá að byggingarstjóri fyrr ver­ andi húseiganda lagði svo nefnda dren lögn öðruvísi en teikn ingar sýndu, þar sem hann taldi að sögn að annars hefði þurft að fleyga klöpp með mikl um tilkostnaði til að koma lögn inni fyrir. Þegar deilur núverandi og fyrrverandi eiganda hússins hófust barst teikning til bygging­ ar fulltrúa sem sýndi legu lagn­ arinnar eins og byggingar stjórinn hafði lagt hana. Sú teikning var undirrituð af aðalhönnuði húss­ ins, sem hafði lögboðið umboð til að leggja inn teikningar af húsinu, og ekki er krafa um samþykki húseigenda í slíkum tilvikum. Byggingarfulltrúi sam­ þykkti því teikninguna sem reynd arteikningu, sem þýðir ekkert annað en að hún uppfylli skilyrði byggingarreglugerðar og sýni rétta legu lagnarinnar, en nauðsynlegt er að það liggi fyrir ef síðar þarf að finna lögnina til viðgerðar. Byggingarfulltrúi hef ur álit Mannvirkja stofn­ unar sem segir að afgreiðslan hafi verið eðlileg miðað við stöðu málsins. Ég hef sam­ þykkt að húseigandi færi lögnina í þá legu sem upprunaleg teikn­ ing sýndi, með því skilyrði að hann fram kvæmi það þá í raun og veru. Að fyrri teikning hafi verið dæmd ógild er hins vegar ekki rétt og hefur hvergi komið fram. Allar full­ yrðingar um ranga afgreiðslu og afglöp embættismanna byggja þar með á misskilningi og ókunn ugleika húseiganda á þeim reglum sem byggingarfulltrúar starfa eftir. Höfundur er byggingarfulltrúi í Hafnarfirði Bjarki Jóhannesson Dr. Bjarki Jóhannesson Harry Potter sýning í anddyri Bókasafnsins Við inngang Bókasafnsins er hefur verið sett upp sýning frá stórum og ef til vill stærsta Harry Potter aðdáanda Íslands. Engir vinir Harry, Ron og Hermione ættu að láta þessi sýningu framhjá sér fara. Munirnir eru í eigu Gunnhildar Ægisdóttur. Guðjón Sigurjónsson, efst til hægri, með fimleikahóp sinn í Leikfimihúsinu við Lækjarskóla 29. janúar 1950. Æfingar vour á þriðjudögum kl. 9­10 á kvöldin og á fimmtudögum kl. 6½ ­ 7½ á kvöldin eins og þá var skrifað. Efst til vinstri er Gísli Hildibrandur Guðlaugsson en gaman væri að fá nöfnin á hinum strákunum. Þekkir þú nöfnin á fimleikastrákunum? Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfirði • 555 4855 • steinmark.is • steinmark@steinmark.is Stafræn prentun Gormun/hefting Tvær nýjar sýningar í Hafnarborg Á laugardaginn kl. 15 verða opnaðar tvær afar ólíkar sýningar í Hafnarborg. Í aðalsal Hafnarborgar verður opnuð stór innsetning eftir Heklu Dögg Jónsdóttur (45) sem ber yfir skriftina Fram­ köllun og felur í sér bæði ferli, gjörning og samstarf við aðra listamenn. Í Sverrissal safnsins er sýningin Neisti með málverkum og teikn ingum eftir Hönnu Da víðs son (1888­1966) eða Johanne Christene Finnbogason sem nánast allt sitt líf lagði stund á myndlist mótuð af aðstæðum kvenna við upphaf 20. aldar. Hún bjó og starfaði í Hafnarfirði, bjó lengi í Sívertsenhúsinu og málaði m.a. myndirnar á prédikunarstólinn og skírnarfontinn í Fríkirkjunni. Á sýningunni Neisti eru teikningar og málverk frá ýmsum tímum, litlar myndir sem sýna viðfangsefni úr næsta nágrenni einkum blóm, fólk og umhverfið í Hafnarfirði auk ljósmynda sem varðveittar eru í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Ljósmyndirnar hafa fæstar verið sýndar áður og eru af filmum sem fundust undir gólfi Sívertsenhússins. sem lagði fram teikninguna hafi haft til þess fulla heimild skv. áliti Mannvirkjastofnunar eins og kemur fram í grein byggingar­ fulltrúa hér á síðunni. Er því fullyrðing í undirfyrirsögn um að byggingarfulltrúi hafi samþykkt án heimildar röng og er beðist afsökunar á þeirri fullyrðingu. Hins vegar kom hvergi fram í grein Fjarðarpóstsins að fyrri teikning hafi verið dæmd ógild eins ætla mætti við lestur greinar byggingarfulltrúa. Borgar Eimskip 150 milljónir Frystigeymsla rís Skv. lóðarleigusamningi Hafnarfjarðarhafnar og Eimskips eru kvaðir um að Höfnin fergi allt að 9.910 m² byggingarreit með 4 m háu bögglabergi. Nú hefur náðst samkomulag um að Hafnarfjarðarhöfn greiði Eim­ skip í staðinn 150 milljónir kr. en það er sú upphæð sem verk­ fræðistofa áætlar að verkið hefði kostað, eða um 15 þúsund kr. á m². Eimskip mun sjálft sjá um að gera lóðina byggingarhæfa og stefnir á að skipta út efni og þjappa í stað þess að fergja til að spara tíma svo hægt verði að hefja byggingarframkvæmdir sem fyrst.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.