Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2015, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 15.01.2015, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is Reikningar • Nafnspjöld Umslög • Bæklingar Fréttabréf Bréfsefni Og fleira styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Stofnuð 1983 EIGN VIKUNNAR Miðvangur 129, raðhús Verð: 44,9 millj. kr. 150 tonn af drasli Kostaði um 4 millj. Átak í hreinsun íbúðar­, iðnaðar­ og nýbyggingasvæða var gert 22. september til 24. nóv ember 2014 sl. Komið var fyrir ruslagámum fyrir timbur, málma og blandaðan úrgang á 6 stöðum í bænum. Langmest kom í gámana á Bæjarhrauni, 44 tonn en minnst í gám við Öldugötu, 15 tonn. Íshella 16 tonn Tjarnarvellir 28 tonn Óseyrarbraut 26 tonn Öldugata 15 tonn Garðavegur 22 tonn Bæjarhraun 44 tonn Skilaði hreins unarátakið því rúmum 150 tonnum af úrgangi. Að sögn Sigurðar Steinars Jónssonar aðstoðarmanns bygg­ ingarfulltrúa kom mikill bland­ aður úrgangur eða 2/3 af öllu draslinu. Því hefur aðeins 1/3 nýst til endurvinnslu; timbur og málmar. Í hreinsunarátaki 2012 voru fjarlægð tæp 115 tonn sem skiptist jafnt á milli járns og timb urs sem nýtanlegt var til endurvinnslu. Árið 2013 voru fjarlægð rúmlega 65 tonn sem einnig fóru til endurvinnslu. Hafnarfjarðarbær áætlaði 4 milljónir kr. til verksins og segir að kostnaðurinn verði mjög nálægt því. Athygli vakti að í gámana var sett mikið af úrgangi sem ekki komu af lóðum, heldur innan úr húsum og skýrir kannski að miklu leyti þau 100 tonn sem fóru í blandaðan úrgang sem fyrirtæki og einstaklingar hefðu í flestum tilfellum þurft að greiða fyrir í Sorpu. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.