Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.01.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 22.01.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 10. desember sl. breytingu á deili­ skipu lagi miðbæjar Hafnarfjarðar fyrir lóðir nr. 31 og 33 við Strandgötu. Breytingin öðlast gildi þann 21. janúar 2015. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar AUGLÝSING UM GILDISTÖKU DEILISKIPULAGS Fjölskylduráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Í þeim reglum er kveðið á um skilyrði fyrir því að þjónusta sé veitt og að þjónustan sé veitt á þjónustutíma almenningsvagna Strætó bs. og að akstur á stjórhátíðardögum sé með sama hætti og á sunnudögum. Ferðir til vinnu, skóla, lækn­ inga og hæfingar ganga fyrir öðrum ferðum. Viðmið um ferðafjölda skulu taka mið af þörfum hvers og eins. Fjöldi ferða í heild, þ.e. til vinnu, skóla, lækninga, hæfingar og einkaerinda skal ekki fara yfir 60 ferðir á mánuði. Fjölskyldu­ þjónustu Hafnarfjarðar er þó heimilt að veita fleiri ferðir til þeirra notenda sem eru, auk þess að stunda vinnu eða skóla, í mikilli virkni, s.s. íþróttum eða skipulögðu félagsstarfi. Í tillögu að reglum sem lagðar voru fyrir fjölskylduráð var gert ráð fyrir að fjöldi ferða gæti þó aldrei verið meiri en 80 ferðir á mánuði. Þetta ákvæði var svo fellt út að teknu tilliti til umsagnar ráð­ gjafaráðs fatlaðs fólks í Hafnar­ firði. Gjald vegna ferða allt að 60 skiptum í mánuði var ákvarðað hálft almennt fargjald almenn­ ings vagna. Ferðir umfram þann fjölda munu kosta sem nemur almennu strætófargjaldi. Fjölskylduráð Hafnarfjarðar lýsir þungum áhyggjum af þeim hnökrum sem upp hafa komið við yfirfærslu á akstursþjónustu fatlaðra til Strætó. Telur ráðið mikilvægt að brugðist verði hratt við þeim athugasemdum og kvörtunum sem upp hafa komið og tryggja að þjónstan uppfylli þarfir notenda með viðunandi hætti. Sviðsstjóra var falið að fylgjast með að úrbætur verði gerðar og verður málið tekið aftur fyrir á næsta fundi. Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra Ekki sett þak á fjölda ferða í mánuði Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur útnefnt Árna Gunn laugs­ son, hæstaréttarlögmann og fyrrv. forseta bæjarstjórnar og formann bæjarráðs, Gaflara ársins 2015. Árni er Gaflari og er stoltur af því, fæddur í Hafnarfirði 11. mars 1927, sonur hjónanna Snjó­ laugar Árnadóttur og Gunnlaugs Stefánssonar, kaupmanns. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947 og cand juris frá háskóla Íslands 1953. Árni opnaði sína eigin málflutn­ ingsstofu og fasteignasölu hér í Hafnarfirði 1953 og starfrækti í 60 ár. Árni var bæjarfulltrúi í 20 ár 1958 til 1962 fyrir Alþýðu flokk­ inn og 1966 til 1982 fyrir Óháða borgara þar af þrettán ár formaður bæjarráðs. Árni Gunnlaugsson gaf út bókina Fólkið í firðinum í þremur bindum með 612 ljós­ myndum og 750 æviskrám Hafn firðinga. Þrátt fyrir miklar annir var listagyðjan aldrei langt undan, en tónlist hefur alltaf átt sterkan streng í Árna, hann er góður söngmaður söng með Karla­ kórn um Þröstum, hefur samið sönglög og gefið út geisladiska með eigin söng og lögum. Árni er bindindismaður og vekur oft athygli á störfum IOGT í blaðagreinum. Árni er vel kunnur Hafn firð­ ing um og lætur sig mann úðar­ mál og réttindamál fyrir Hafn­ firðinga miklu skipta. Í dag á tónlistin hug hans allan. F.v. Sigurjón Invgarsson, Árni Gunnlaugsson, Gissur Júní Kristjánsson og Guðjón Þórir Þorvaldsson. Árni Gunnlaugsson er Gaflari ársins Lionsklúbbur útnefnir árlega Gaflara ársins Rio Tinto Alcan á Íslandi útskrifaði sl. þriðjudag átjánda námshópinn úr grunnnámi Stór­ iðjuskólans sem fyrirtækið hefur starfrækt í rúm sautján ár eða frá árinu 1998. Þrettán nemendur útskrifuðust í dag, sex konur og sjö karlar. Alls hafa 232 starfsmenn álvers­ ins í Straumsvík lokið námi við skólann. Námið í Stóriðjuskólanum er viðurkennt af menntamála ráðu­ neytinu og fæst því metið til eininga á stúdentsprófi. Grunn­ nám skólans eru þrjár annir, alls 344 kennslustundir. Um kennsl­ una sjá sérfræðingar hjá álverinu og kennarar frá Borgarholtsskóla. Kenndar eru bæði almennar náms greinar sem og sértækir áfang ar sem lúta að starfsemi álvers ins. Sú nýbreytni var á náminu að þessu sinni að í fyrsta sinn var sérstakur áfangi um jafnréttismál. Útskriftarnemendur Stóriðjuskólans í Straumsvík. 13 útskrifuðust úr Stóriðjuskólanum 232 hafa útskrifast frá skólanum síðan 1998 Lj ós m .: Lá ru s K ar l I ng as onRauðhöfðaönd á Læknum Rauðhöfðaandarpar hefur gert sig heimakomið á Læknum. Skv. Fuglavefnum er rauðhöfðaönd meðalstór önd, nokkru minni en stokkönd, með hnöttótt höfuð, stuttan háls, lítinn gogg, fleyg­ laga stél og langa, mjóa vængi. Rauðhöfða önd flýgur hratt með örum vængjatökum. Hún virðist frem ur framþung og er oft með inndreginn háls á sundi. Sést oft á beit á landi. Undirgöng eru ekki öruggur ferðamáti undir stórar umferðaræðar. Undirgöngin við Kaplakrika hafa ítrekað verið umflotin vatni svo börn hafa jafnvel hlaupið yfir fjórfalt Fjarðarhrauni. Þá hafa undir­ göngin við Suðurbæjarlaug oftsinnis farið á flot. Bæjar­ starfsmenn keppast við að losa stíflur en greinilegt er að hönnun frá rennslis á þessum stöðum er alls ekki ásættanlegt og hafa foreldrar og m.a. forráðamenn FH haft af þessu töluverðar áhyggjur. Ýmsir aðrir staðir fara á flot þegar mikið rignir og þekktastir eru Ásvellir við Ásvallalaug en fleiri staðir fara gjarnan á flot á Völlunum þegar mikið rignir. Sóðaleg göngin við Kaplakrika ófær gangandi vegna vatns. Allt á floti í undirgöngum og víðar Við Suðurbæjarlaug Við Ásvallalaug Lj ós m yn di r: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: In gv ar V ik to rs so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.