Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.01.2015, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 22.01.2015, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði - info@hotelork.is - sími: 483 4700 - www.hotelork.is Í ár höldum við uppá 25 ára afmæli Sparidaga. Af því tilefni bjóðum við sérlega vandaða dagskrá þar sem meðal annars verður farið í heimsókn í Hestaleikhúsið Fákasel og Landgræðslu Ríkisins í Gunnars- holti ásamt mörgum öðrum frábærum dagskrárliðum. Bókanir fara fram hjá umsjónarmanni félags eldri borgara á hverjum stað. Einnig er hægt að hafa samband við Hótel Örk í síma 483 4700 þar sem starfsfólkið veitir allar nánari upplýsingar eða á slóðinni www.hotelork.is/sparidagar Innifalið alla Sparidaga – gisting í 5 nætur í tveggja manna herbergi – – morgunverðarhlaðborð og kvöldverður – – og fjölbreytt dagskrá – Verð 46.900 á mann m.v. tveggja manna herbergi St. Jósefsspítali Áskorun til bæjaryfirvalda Hollvinasamtökum St. Jósefsspítala er mjög umhugað að sjúkrahúsið verði aftur sá hornsteinn heilbrigðisþjónustu í bænum sem áður var. Til að svo geti orðið vilja samtökin benda bæjar­ yfirvöldum í Hafnarfirði á þann möguleika að leita til bæjarbúa um framlög eða áhugasamra fjárfesta. Sem dæmi, leggi hver Hafnfirðingur fram 5000 krónur jafngildir það einum milljarði sem dygði vel til að gera sjúkrahúsið starfhæft. Möguleg fjárfestingarleið gæti t.d. verið í gegnum Karolina Fund. Bæjaryfirvöld hafa úrslitavaldið þar sem þau hafa yfirráð yfir skipulagi svæðisins. Ljóst er að mikil eftirsjá er af þeirri starfsemi sem hýst var í St. Jósefsspítala og eftirspurnin sannarlega ekki minnkað síðan hún var lögð niður. Biðlistar eftir aðgerðum sem gerðar voru á St. Jósefsspítala hafa lengst með verri lífskjörum fyrir viðkomandi einstaklinga og sú forvörn sem unnin var í meltingarsjúkdómum hefur engan veginn verið sinnt. Samkvæmt skýrslu landlæknis er þörf fyrir lyflækn ingadeild borðliggjandi, enda átti sú deild að vera áfram starfandi, illu heilli var það loforð svikið eins og önnur sem tengjast St. Jósefsspítala. Hollvinasamtökin áttu fund með bæjaryfirvöldum á haustdögum 2014 eins og fram kom í Fjarðarpóstinum. Á þeim fundi lofuðu bæjar yfirvöld að gerðar yrðu kröfur um heilbrigðisstarfsemi í sölu­ ferli spítalans. Jafnframt ætluðu bæjaryfirvöld að kanna stöðuna varð andi eignarhlut sinn upp á 15% með tilliti til þess að ríkið, sem meirihlutaeigandi, hefur hirt alla innviði og eigur sjúkrahússins, líka gjafir líknarfélaga í Hafnarfirði. Það er komið að því að bæjaryfirvöld fyrir hönd Hafnfirðinga berji hnefanum í borð og segi hingað og ekki lengra við meðeiganda sinn. Á sama fundi buðu Hollvinasamtökin bæjaryfirvöldum stuðning sinn og ráðgjöf í því skyni að koma aftur á sjúkrahússtarfsemi á St. Jósefsspítala. Síðan hafa bæjaryfirvöld ekki haft neitt samband við Hollvinasamtökin né skýrt út hvers vegna ekki var staðið við gefin loforð um kvaðir á söluferlinu. Nýverið skoðaði stjórn Hollvinasamtakanna St. Jósefsspítala, og mat hennar er að húsnæðið sé áfram afar hentugt fyrir heilbrigðis­ starfsemi. Stjórn Hollvinasamtakanna skora hér með á bæjaryfirvöld að standa við gefin loforð um að St. Jósefsspítali verði ekki seldur nema með kvöðum um heilbrigðisstarfsemi og standa þannig með bæjarbúum í þessu brýna máli. Leiða má að því líkum að ítrekuð stjórnsýslubrot hafi verið framin þegar starfsemi St. Jósefsspítala var lögð niður og nú ríður á að vita hvort bæjaryfirvöld ætli sér að rétta hlut Hafnfirðinga gegn ofríki meirihlutaeiganda eða standa hjá aðgerðarlaus. Hollvinasamtök St. Jósefsspítala biðla svo til fjárfesta, Hafnfirðinga og annarra velunnara þessa máls að leggja málinu lið. Stjórn Hollvinasamtaka St. Jósefsspítala. Hafnar arðarkirkja 100 ára 1914-2014 Tónleikar Barbörukórsins sunnudaginn 25. janúar kl. 17 Orgelleikari: Douglas A. Brotchie | Stjórnandi: Guðmundur Sigurðsson © 1 50 1 H ön nu na rh ús ið e hf . Orgelleikur Jón Leifs Preludiae Organo 1. Sá ljósi dagur liðinn er Kórsöngur Vögguvísa Orgelleikur Preludiae Organo 2. Mín lífstíð er á fl eygiferð Kórsöngur Requiem Orgelleikur Preludiae Organo 3. Allt eins og blómstrið eina Kórsöngur Gunnar Reynir Sveinsson Gloria Orgelleikur Andrew Carter Aría Kórsöngur Robert Johnson Deus misereatur Orgelleikur Eric Thieman Mediation on Shane, Hugleiðing um sálmalag (írskt þjóðlag) Kórsöngur John Tavener Song for Athene The Lamb Friðrik Bjarnason Friður sé með öllum yður Aðgangseyrir kr. 1.500

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.