Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.01.2015, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 22.01.2015, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Handbolti: 23. jan. kl. 18.30, Kaplakriki FH - Selfoss úrvalsdeild kvenna 24. jan. kl. 14, Ásvellir Haukar - Fylkir úrvalsdeild kvenna 27. jan. kl. 19.30, Ásvellir Haukar - Grótta úrvalsdeild kvenna 27. jan. kl. 19.30, Kaplakriki FH - ÍR úrvalsdeild kvenna Körfubolti: 22. jan. kl. 19.15, Dalhús Fjölnir ­ Haukar úrvalsdeild karla 28. jan. kl. 19.15, Hveragerði Hamar ­ Haukar úrvalsdeild kenna Körfubolti úrslit: Konur: Haukar ­ Grindavík: (miðv.d.) Grindavík ­ Haukar: 97­90 Keflavík ­ Haukar: 90­63 Karlar: Haukar ­ Snæfell: 77­97 Handbolti úrslit: Konur: Haukar ­ FH: 24­17 FH var yfir 10­5 í hálfleik en síðan tóku Haukar öll völd og unnu Hafnarfjarðarslaginn. Íþróttir www.fhfrjalsar.net Allar æfingar fara fram í glæsilegri aðstöðu í nýja frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika. Sjáumst á æfingu! Allar upplýsingar um æfingagjöld og niðurgreiðslur fyrir hvern aldursflokk eru á www.fhfrjalsar.net. Frjálsíþróttadeild FH Piltar og stúlkur (fædd 2003-2004) Mán./ Þri. / Fim. kl. 17:00 – 18:00 Föstudagar kl. 16:15 – 17:15 Þjálfarar: Sara Úlfarsdóttir og aðstoðarþjálfarar. Sara veitir upplýsingar í síma 899 4554 (netfang: saraulf@gmail.com). Piltar og stúlkur (fædd 2001-2002) Mán. / Þri. kl. 17:00 – 18:00 Mið./Fös. kl. 16:30 – 17:30 Laugardagar kl. 13:00 – 14:30 Þjálfarar: Hreiðar Gíslason og aðstoðaþjálfarar. Hreiðar veitir upplýsingar í síma 820 0588 (netfang: hrgisla@gmail.com). Pollar og pæjur (fædd 2007-2008) Þri. / Fim. kl. 16:15 – 17:15 Hnokkar og hnátur (fædd 2005-2006) Mán./ Þri. / Fim. kl. 16:15 – 17:15 Þjálfarar: Álfrún Ýr Björnsdóttir og aðstoðarþjálfarar Álfrún veitir upplýsingar í síma 847 7273 (netfang alfrun09@gmail.com). Piltar og stúlkur (fædd 1999-2000) Mán. / Þri. kl. 18:00 – 19:30 Miðvikudagar kl. 17:30 – 19:00 Fimmtudagar kl. 18:00 – 19:30 Föstudagar kl. 17:30 – 19:00 Laugardagar kl. 11:00 – 13:00 Þjálfari Elísabet Ólafsdóttir. Elísabet veitir upplýsingar í síma 8482171 (netfang: ateb@simnet.is). Aðstoðarþjálfarar: Bogi Eggertsson, Heiður Eggertsdóttir og SaraÚlfarsdóttir. Æfingar yngri flokka vorönn 2015 Yfirþjálfari yngri flokka er Elísabet Ólafsdóttir Sápubúðin 2. hæð í Firði Náttúrulegar vörur á lægsta verði! 30-40% afsláttur af öllum vörum Þú finnur þær ekki ódýrari á Íslandi Takk til strætisvagna- bílstjóra Jónína hafði samband við Fjarðarpóstinn og vildi koma á framfæri hrósi til bílstjóra hjá Strætó á leið 1 og 21 í Hafnar­ firði. Þetta eru leiðir sem hún notar mest. „Bílstjórarnir á leið 21 eru yfirleitt skapgóðir og umhugað um líðan farþega,“ segir hún. Hún vill að við sýnum bíl­ stjórunum á leið 1 frá Reykjavík skilning, því það sé ekki þeim að kenna að áætlanir fari úr skorðum nokkra tíma á dag, alla leið frá Hlemmi og í Fjörðinn. Skólafólk og aðrir á leið heim úr vinnu, allir í einu og allt troðfullt í vögnunum. Segir hún mesta furða hvað bílstjórarnir geti haldið sinni ró við þær aðstæður. „Takk leið 21 og leið 1.“ Af hverju er ekki svell á Læknum? Fólk sem komið er á miðjan aldur man vel eftir því þegar hið besta skautasvell var á Læknum og á Hörðuvöllum. Þar var vatni reyndar hleypt inn á túnið og var það grunnt og stillt. Íbúi í miðbænum furðar sig á því af hverju Lækinn leggi ekki í þessu frosti sem búið að vera og spyr hvort heitu afrennslisvatni sé ennþá veitt í lækinn. Bendir hann á að nýverið var verið að skafa snjó af tjörninni í Reykjavík fyrir skautafólk. Mikið rusl um jólin Kvartanir bárust til Hafnarfjarðarbæjar um jólin vegna sorphirðu, aðallega í fjölbýlishúsum. Var kvartað yfir að rusl sem ekki var í ílátum hafi ekki verið tæmt og að ílát hafi ekki verið tæmd. Ekki er í samningi að taka rusl sem ekki er í ílátum og ef aðgangur að ílátum er hindraður.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.