Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.02.2015, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 05.02.2015, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 Komdu í bragðgóða skemmtun! Kíktu á matseðilinn á www.burgerinn.is © F ja rð ar pó st ur in n 20 15 -0 1 Flatahrauni 5a Hfj. • 555 7030 Opið alla daga kl. 11-22 Munið krakka matseðilinn ELDBAKAÐAR PIZZUR FLOTTIR HAMBORGARAR TERIYAKI KJÚKLINGUR QUESADILLA GRILLAÐAR LAMBAKÓTILETTUR Hádegisverðartilboð alla daga vikunnar Borðað í sal eða sótt í lúgu Öryrki sem býr í vernduðu leiguhúsnæði fékk fyrir áramót 31 þúsund kr. í sérstakar húsa­ leigubætur frá Hafnar fjarðarbæ. Nú bregður svo við að bæturnar eru aðeins 22 þúsund kr. og höfðu því lækkað um nær þriðjung. Að sögn föður mannsins bárust engar tilkynningar um þessa breytingu og segist hann hafa fengið þær skýringar hjá Hafnarfjarðarbæ að tekju við­ miðum hefði verið breytt. Í greinargerð með fjár­ hagsáætlun fyrir árið 2015 kemur fram að viðmiðunar upp­ hæð leigufjárhæðar vegna sér­ stakra húsaleigubóta hækkar á þessu ári í 58 þús á mánuði sem verður lágmarksleiga sem greidd er áður en til sérstakra húsa­ leigubóta kemur. Upphæðin var 47.456 kr. á mánuðu á síðasta ári. Hækkunin nemur því heilum 22,2%. Það hafði þau áhrif í tilfelli öryrkjans að bæturnar lækkuðu um rúman þriðjung. Í svari frá Hafnarfjarðarbæ segir að hækkunin hafi verið gerð til samræmis við önnur sveitarfélög og að þetta viðmið hafi ekki hækkað til margra ára. Þetta er ekki rétt því viðmiðunar­ upphæðin hækkaði um 3,3% frá 2013 til 2014. Sérstakar húsaleigubætur lækkuðu um þriðjung Lágmarksksleiga nú 58 þúsund kr. á mánuði Milljónir viðskiptavina IKEA um allan heim tóku þátt í Mjúkdýraleiðangrinum í lok síðasta árs og söfnuðu þannig 10,1 milljón evra, eða jafngildi um 1.550 milljóna íslenskra króna, til eflingar menntunar með því að kaupa mjúkdýr og barnabækur í IKEA. Fyrir hvert mjúkdýr eða barna­ bók sem seldist í IKEA í nóvem­ ber og desember, gefur IKEA Foundation eina evru til verkefna Save the Children og UNICEF, sem ætlað er að efla menntun. Í verslun IKEA á Íslandi söfnuðust 10.611 evrur, eða 1.625.605 krónur. Eins og undan farin ár bauðst við skipta­ vinum einnig að gefa tvisvar með því að láta mjúkdýrið í söfnu narkassa í versluninni. Þar söfnuðust tæplega 400 mjúkdýr sem renna til Barnaspítala Hrings ins þar sem þau koma til með að gleðja skjólstæðinga spítalans. Það var starfsfólki IKEA á Íslandi mikil ánægja að fá að afhenda Barnaspítalanum þessi mjúkdýr fyrir hönd viðskiptavina. Fjármagnið sem safnast í Mjúkdýraleiðangrinum er nýtt til að þjálfa kennara, bæta öryggi barnanna, kaupa skólagögn og efla skólasókn í fátækustu samfélögum heimsins. UNICEF mun nota fjárframlög þessa árs til að fjármagna Schools for Africa verkefnið í átta löndum og Schools for Asia verkefnið í Kína. Hlutur Save the Children rennur til eflingar menntunar fatlaðra barna og barna sem tilheyra minni­ hlutahópum í Asíu og Evrópu. Frá afhendingu mjúkdýranna á Barnaspítala Hringsins. Erum á Facebook: Skottsala í Firði í bílakjallaranum í Firði laugardaginn 7. febrúar Opið frá 12.00 til 16.00 Stuð og stemmning Komdu og grúskaðu Prúttaðu og gerðu góð kaup Gáfu 400 mjúkdýr til Barnaspítala Hringsins og styrktu menntun Viðskiptavinir IKEA á Íslandi söfnuðu 1,6 milljónum króna Lj ós m .: Þ or ke ll Þ or ke ls so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.